- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
5. maí, 2009 at 14:52 #474771908803629Participant
Ég er sérstaklega lunkinn við að gera gat á Cintamani buxurnar mínar og hefur nú tekist að gera samtals fjögur göt á annars frekar nýlegar brækur.
Þrátt fyrir þetta virka buxurnar skrambi vel en myndu væntanlega virka betur ef bætt yrði í götin.
Lumar einhver á húskonuráðum um hvernig best er að laga svona lagað? Mér hefur dottið í hug hjólabætur og vatnshelt teip en grunar að það séu til ívið skynsamlegri lausnir en það…
Allar ábendingar vel þegnar.
5. maí, 2009 at 16:37 #54126Freyr IngiParticipantDuct teip að innan og utan straujað á og kantskorið!
FIB
5. maí, 2009 at 17:09 #54127GoliMeðlimurHef oft gert við svona með duct teipi að innanverðu og Aquasure gúi að utanverðu, verður fullkomlega vatnshelt en lítur aðeins út eins og einhver hafi misst „barnaefni“ á fatnaðinn.
5. maí, 2009 at 17:11 #54128Björgvin HilmarssonParticipantEr sjálfur að gera tilraun með svart tau-teip með plasthúð frá Tesa að mig minnir sem ég fékk í Brynju á Laugavegi. Lúkkar allavega betur en hvíta íþróttateipið Virðist tolla ágætlega.
Ég straujaði ekki en þvoði efnið vel og sprittaði áður en ég límdi á. Þannig ættiru að losna við alla fitu og annað ógeð. Passaðu bara að sprittið gufi alveg upp áður en þú heldur áfram. Ef þetta gengur ekki þá prófar maður að strauja.
Ef götin eru stór er vissara að teipa báðumegin, en ég setti nú bara innaná ef þau voru agnarsmá.
Duct teipið virkar líka vel en er bara ekki eins camo og þetta svarta.
– Tribal
5. maí, 2009 at 17:12 #54129GoliMeðlimurAquaseal átti það að vera….
http://www.mcnett.com/Aquaseal-Urethane-Repair-Adhesive-Sealant-P234.aspx
5. maí, 2009 at 17:18 #541302006753399MeðlimurSammála Gólanum, úretan að utan, duckteip að innan. Úretanið gengur undir ýmsum nöfnum eins og aquasure ofl. – oft ódýrast að kaupa það í veiðibúllum þar sem það gengur undir nafninu „vöðlulím“ og kemur í mun stærri túbum en í útivistarbúðum.
5. maí, 2009 at 19:22 #541312808714359Meðlimurég setti duckteip á buxurnar mínar og fékk svo saumavélina lánaða hjá mömmu og saumaði kantana svo þeir losni ekki.
En þetta eru að vísu hræbillegar draslbuxur, veit ekki hvort ég mundi gera sauma í fínar goretexbuxur.
5. maí, 2009 at 19:36 #54132Björgvin HilmarssonParticipantGlædan… mamma þín hefur saumað þetta fyrir þig
5. maí, 2009 at 22:40 #54133RobbiParticipantDuck tape er subbulegt. Það er hægt að kaupa nylonbætur með lími aftaná. Tjaslaði jakkanum mínum saman með svoleiðis og það hefur haldið í nokkur ár. Límir bót utan og innan á. Alveg pottþétt viðgerð.
robbi
5. maí, 2009 at 22:41 #54134RobbiParticipantGleymdi að segja að nylonbæturnar fást í saumabúðum.
robbi
6. maí, 2009 at 14:44 #541351908803629ParticipantKærar þakkir fyrir glimmrandi góða svörun. Nú er bara að prófa og sjá hvernig virkar.
6. maí, 2009 at 20:02 #541362006753399MeðlimurDökkteip er ekkert subbulegt nafni, -dökkteip er lífsstíll.
6. maí, 2009 at 21:55 #54137Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantDökkteip virkar fínt. Ef maður setur nóg af lími undir kanntana í teipinu og þá verður þetta allt í lagi.
8. maí, 2009 at 11:51 #541382808714359MeðlimurDökkteip er frábært, virkar í öllum sportum.
Og Björgvin ég saumaði sko sjálfur, mömmu og eiginkonunni til mikillar undrunar.
9. maí, 2009 at 22:09 #541392502835399MeðlimurDökkteipið er málið! Ég á einhverjar rosa fínar gore-tex bætur keyptar í ameríkunni og aldrei notað þær þar sem dökkteiðið er að gera sitt. Ég bætti buxurnar mínar í ferð til bráðabirða, c.a. 1 1/2 ár síðan, kanntskar bút og hitaði örlítið svo með prímusnum og smellti svo yfir gatið að innan og utna (stórt gat), bótin er enn á sínum stað.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.