- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
3. mars, 2011 at 14:30 #47476andrisvParticipant
Sæl öll.
Ég á Garmin Oregon 200 GPS tæki sem ég er hæst ánægður með í alla staði og tek með mér við öll tækifæri. Hinsvegar hef ég reynt að notast við MapSource hugbúnaðinn til að sjá og fær á milli slóða og upplýsingar. Mér hefur ekku fundist það nægilega gott forrit og notendavænt og erfitt að fá þær upplýsingar sem ég vill á sem skilmerkilegastan hátt.
Mér þætti vænt um að fá að vita hvaða hugbúnaði þið hafið verið að nota til að vinna með GPS gögn?
Andri
3. mars, 2011 at 20:04 #564371506774169MeðlimurÞar sem að ég er linux notandi er ég að vinna með kortagögn og ferla í forriti sem heitir QLandkarte GT en þegar ég var með windows notaði ég OziExplorer. Nb ég rasta öll mín kort sjálfur.
3. mars, 2011 at 20:06 #56438vikgudMeðlimurÉg hef eingöngu notað MapSource. Fannst það óþolandi þegar ég var að byrja en það hefur vanist, hægt að gera mest allt í því sem maður þarf.
Er eitthvað eitt ákveðið að fara í taugarnar á þér ?
Viktor
4. mars, 2011 at 08:45 #56442andrisvParticipantTakk fyrir þetta strákar.
En það er aðallega það að sjá upplýsingar um ferðir og tölfræði að loknu ferðalagi ásamt hæðarlínuritum. Get ekki alveg séð hvort að MapSource ráði við það.
Einnig að eiga við mismunandi kort getur verið tricki sérstaklega ef maður fór ekki beint útí búð til að kaupa kortinAndri
4. mars, 2011 at 10:57 #564431012803659ParticipantGarmin Basecamp er forrit sem er vert að kíkja á einfaldara en Mapsource sem þýðir að þú ert fljótari að læra á það en það ræður ekki yfir eins mörgum fídusum.
Svo er síðan http://connect.garmin.com/ nokkuð góð ef þú ert bara að skoða afrek ferðarinnar… vegalengd, hæðarmetra, tíma og fleira í þeim dúr.
4. mars, 2011 at 11:52 #564451506774169MeðlimurFyrst að menn eru farnir að nefna vefsíður í þessu samhengi má ekki gleyma þessari:
http://www.wikiloc.com4. mars, 2011 at 13:01 #56446atlilydsMeðlimurÉg hef notað Mapsource með ágætum árangri, amk gengur nokkuð vel að ná út tölfræði, vista og plana leiðir. Það er eitt sem truflar mig mikið, ég hef ekki fundið aðferð við að setja hnit inn á kortin þannig að hægt sé að prenta þau út og nota með áttavita með góðu móti ef GPSinn klikkar. Ef einhver kann ráð til að bjarga því við þá væri það vel þegið.
mbk, Atli
4. mars, 2011 at 13:57 #564481705655689MeðlimurVeit ekki hvort ég skildi þig rétt Atli en ef þú setur inn waypoint og velur svo að punkturinn birtist sem symbol og comment þá getur þú copy-erað hnitinn og paste-að inn í comment og þá birtist hnitið á kortinu.
En væntanlega áttu við að fá hnitastrikað kort veit ekki um aðferð við að gera það.7. mars, 2011 at 08:53 #56452atlilydsMeðlimurHnitastrikað kort var einmitt málið, takk fyrir að reyna.
mbk, Atli
7. mars, 2011 at 11:30 #56453andrisvParticipantTakk kærlega fyrir gagnlegar ábendingar og þetta hefur vonandi gagnast fleirum en bara mér.
Andri
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.