skíðasvæði og snjóflóð

Home Umræður Umræður Almennt skíðasvæði og snjóflóð

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47463
    0808794749
    Meðlimur

    Í framhaldi af ýla-umræðunni og í tilefni þess að skíðasvæðin fara að opna sínar brautir fyrir æstum múginum þá rifjuðust upp fyrir mér ákveðnar pælingar.

    Nú hef ég skíðað á ýmsum skíðasvæðum, innanlands og utan. Nokkrum sinnum hefur maður heyrt hryllingssögur af saklausu skíðafólki sem lendir í snjóflóði á pistinum og hefur oft á tímum ekki lifað af.
    Einhvers staðar las ég að af þeim 9 skíðamönnum sem létust í snjóflóðum í BNA síðasta vetur hafi 3 þeirra verið á skíðasvæðum þar sem búið var að yfirfara brekkur með tilliti til snjóflóðahættu, og að skíða þær áður…

    Mér finnst gaman að rölta upp á topp Hlíðarfjalls á góðum degi, og ég er ekki sú eina. Leiðin blasir við öllum og alls kyns fólk leggur leið sína þangað upp.
    Stundum velti ég því fyrir mér hversu margir þeirra sem fara þangað upp séu með viðeigandi snjóflóðagræjur, og hvenær eða kannski hvort skíðafólk á skíðasvæðum á Íslandi eigi eftir að lenda í snjóflóðum.

    Það er ekki bara í Hlíðarfjalli sem maður veltir fyrir sér hættunni, Bláfjöll hafa líka upp á nokkrar góðar snjóflóðabrekkur að bjóða.

    Væri ekki leiðinlegt að fá að heyra í þeim sem þekkja vel til á skíðasvæðum landsins.

    #54822
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Góð pæling.

    30° halli og snjór, þarf meira, tæknilega séð?

    Ég efa að stór hluti þeirra sem eru að bröllta ei-ð út fyrir merktar skíðaleiðir í Hlíðarfjalli og Bláfjöllum séu með viðeigandi útbúnað. Sem er svo sem alveg skiljanlegt, þetta er ekki beint þekking sem liggur beint við flestum.

    Þetta er t.d. ei-ð sem mér finnst ábótavant, aðgengi að fræðslu/kennslu í málum tengdum ferðamennsku í fjallinu að vetri til fyrir skíða- og brettafólk. Ekkert endilega að segja að þetta sé ei-ð sem ÍSALP ætti að sjá um, bara að segja að þetta vantar. Forsenda þess að fólk noti viðeigandi búnað og sýni aðgát þegar það er að skíða í fjallinu er að það viti að hans sé þörf í fyrsta lagi og hvernig á að nota hann.

    …og svo er önnur spurning hversu margir eru tilbúnir að láta öryggið liggja á glámbekk í ljósi þess að nú kosta nýr ýlir litar 60.000 – 70.000kr, lágmark, og hvað er ný skófla? 15.000? Stangir? 10.000? Þetta er ansi dýr pakki fyrir búnað sem þú ert vonandi aldrei að fara að nota(Já, ég er bitur yfir því að þurfa að kaupa mér nýjan ýli!!!).

    #54844
    1306795609
    Meðlimur

    Tæknilega séð þarf ekki einu sinni 30° halla heldur sýnir sig að 28° halli dugar í sumum tilfellum.

    Skíðalyftur og önnur mannvirki á skíðasvæðum á Íslandi hafa margoft orðið fyrir snjóflóðum. Skíðamenn og snjótroðarar hafa margoft sett af stað flóð og jafnvel grafist eða borist með þeim innan þeirra svæða sem skíðalyftur veita aðgang að (án þess að þurfi að ganga upp brekku). Eini skiðamaðurinn sem ég man eftir að hafi farist í snjóflóði í skemmtiferð (þ.e.a.s. að frátöldum fólki sem notaði skíði sem samgöngumáta hér áður og fyrr) fórst í Bláfjöllum, utan skíðasvæðisins reyndar. Brún Hlíðarfjalls og Hlíðarhryggurinn eru þekkt snjóflóðasvæði þar sem snjóflóð falla á hverjum vetri og er skemmst að minnast vélsleðamanns sem var grafin upp úr stóru snjóflóði á elleftu stundu rétt norðan skíðasvæðisins ekki alls fyrir löngu.

    Snjóflóðahætta er óaðskiljanlegur hluti af útiveru í brattlendi að vetrarlagi og vilji maður sleppa við að hugsa um slíkt er til dæmis hægt að spila bridge. Meðvitundin um hættuna og aðgætni eru langöflugastu tólin til að koma manni heilum heim. Því finnst mér eiginlega mikilvægari fyrsta spurning hvort þetta „alls kyns fólk“ er búið að svo mikið sem leiða hugann að möguleikanum á snjóflóði…

    Ein saga sem ég heyrði í heitum potti: 3-4 félagar voru á leið í klifur. Þeir voru með allan öryggisbúnað og höfðu setið mörg námskeið. Veður var ekki sem best og skyggni lítið vegna snjókomu og fjúks. Uppgangan var erfið því þeir óðu nýjan snjó í hné eða mið læri. Þeir tóku snjógryfju og lásu úr henni að ekki væru augljósir veikleikar í snjóþekjunni. Hvað gerist næst? Jú þeir grófust allir í meira eða minna í snjóflóði en sluppu þó fyrir mikla mildi. Hvaða púsl vantar þarna í myndina?

    Ýlir, skófla og stöng eru auðvitað algjör grundvallar búnaður fyrir alla sem vilja fara ótroðnar slóðir. En þegar græjurnar eru annars vegar finnst mér margir hér á landi aðeins missa fókusinn. Þú þarft ekki öflugasta fjallabílinn til að komast upp í Bláfjöll. Hér hafa spunnist langir umræðuþræðir um hvaða ýlir af nýjustu kynslóð getur fundið hóp af fólki sem er grafið á mismunandi dýpi á mjög litlu svæði. Ég á klassískan Ortovox ýli sem ég treysti mjög vel eftir samanburð við nýrri ýla. Rafhlöðurnar endast mun betur. Ég klára leitaræfingar á svipuðum tíma og aðrir með tæknilegri ýla og það sem mér finnst umhugsunarvert að í einföldu prófi nam gamli ýlirinn merkið í meiri fjarlægð en þeir nýrri. Í Frakklandi þar sem ég þekki aðeins til bjóða búðir gjarnan upp á skóflu, stöng og ýli, allt af einfaldri gerð, saman í pakka á mjög viðráðanlegu verði. Þetta hef ég ekki séð í boði á Íslandi. Ég fer ekki á fjöll nema 5 daga á vetri. Ég þarf ekki besta ýlinn, ég þarf ekki fiber stöng og ég þarf ekki skóflu sem hægt er að keyra yfir á vörubíl. Ég þarf traustan og einfaldan búnað sem virkar, ég kann að beita og mun skipta sköpum ef ég stend frammi fyrir því að leita að félaga mínum í snjóflóði.

    Vinnufélagar mínir á Veðurstofu Íslands vinna nú að snjóflóðahætttumati fyrir íslensk skíðasvæði. Markmiðið með þeirri vinnu er að tryggja að mæður geti óhræddar sent börn sín skipulögð skíðasvæði. En Utanbrautarbandamenn verða eftir sem áður að hugsa um sig sjálfir.

    Góða vertíð,

    Eiríkur

    #54846
    0401794539
    Meðlimur

    Kunnuleg saga Eiríkur

    Hvaða púsl vantar í söguna?

    #54847
    3110755439
    Meðlimur

    Gisk á pússlið, það skóf í hengju fyrir ofan þá og hún gaf sig?

    #54848
    Freyr Ingi
    Participant

    -gisk á pússlið-

    Þeir voru bara búnir að keyra svo langt að þeim fannst ekki vera „nógu mikil“ snjóflóðahætta til að snúa við strax…

    -og annað gisk-
    Þeir voru allir að hugsa um snúa við en enginn vildi vera sá fyrsti til að nefna að aðstæðurnar væru í raun og veru hættulegar og héldu því bara aðeins lengra áfram…

    #54849
    0304724629
    Meðlimur

    Hvaða púsl vantar? Nú, ef maður er til fjalla í leiðindaveðri og er að ösla snjó í mið læri, tekur maður þá bara snjógryfju og telur að allt verði í fínu lagi? Nei. Maður drífur sig bara heim í sturtu og horfir svo á Leiðarljós.

    #54850
    Sissi
    Moderator

    Þessi Freysapúsl eru nú eins og Letherman snjóflóðasagnanna – passa við öll tækifæri, skammast mín fyrir að segja það en ég gerði annað í fyrra og hitt fyrir ekki svo mörgum árum (með Eiríki og fleirum).

    Þetta er ótrúlega erfiður balance, stundum finnst manni maður vera kjúklingur fyrir að hafa snúið við og stundum finnst manni maður vera heimsk hæna fyrir að hafa haldið áfram.

    #54854
    0703784699
    Meðlimur

    „Even the largest avalanche is triggered by small things.“ Vernor Vinge

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.