Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifur í Noregi
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
5. september, 2011 at 11:49 #474020111823999Meðlimur
Er sumarið ekki búið og allir farnir að huga að vetri?
Er ekki tilvalið að setja ísklifurferð á dagskránna og jafnvel taka með sér skíði og skíða í Telemark?Fyrir ykkur sem eruð ekki á facebook og/eða hafa ekki fengið boð þá er planið (hjá nokkrum a.m.k.) að klifra ís í Noregi í vetur. Allir sem hafa gaman að því að verða kalt á fingrunum eru meira en velkomnir og mega bæta sér við á viðburðinn eða senda mér póst (hmh12@hi.is) Facebook-direct
Heyrist nokkrir vera heitir fyrir byrjun janúar en ef fólk hefur aðra skoðun á dagsetningu þá er rétti tíminn til að nefna það. (Þegar dagsetningar og fjöldi skýrist þá mun ég fara í það að finna ódýra gistingu og bílaleigubíla/rútur/lestar)
Kveðja frá Oslo þar sem allt stefnir í góðan og kaldan vetur!
28. september, 2011 at 09:00 #569240111823999MeðlimurJÆJA þá! Það er komin tímasetning á a.m.k eina Rjukan heimsókn og það er í LOK febrúar (A.m.k. helgin 24-26 feb). Það verður allt stútfullt af hressum klifrurum í Rjukan þessa helgi (M.a. við: lágmark 5 Íslendingar) þar sem Rjukan Icefestival fer fram þessa helgi (Ice Festival in Rjukan 2012).
Svo þeir sem hafa áhuga á því að koma á þessum tíma (hægt að vera lengur eða mæta fyrr, sumir ætla að skíða nokkra daga fyrir festivalið ) verða að hafa samband þar sem við ætlum að fara í það að finna gistingu (verður allt uppbókað fljótlega þessa helgi, í fyrra þurftu sumir klifrarar að gista í tjöldum).
Svo ef þið viljið mæta þá commenta hérna eða senda mér póst (hmh12@hi.is)
Kveðja,
HelgaMaría28. september, 2011 at 22:17 #56926Freyr IngiParticipantFlott framtak að blása til slíkrar ferðar!
Endilega nýtið ykkur tækifærið, setjið ykkur í samband við Helgu Maríu og farið í ísklifurfrí.
19. janúar, 2012 at 10:17 #57396Steinar Sig.MeðlimurÞað hefur kannski ekki farið mikið fyrir þessu hér á spjallinu, en það eru allnokkrir Ísalparar á leið til Rjukan í Noregi á ísklifurfestival í febrúar.
Getið séð einhverjar upplýsingar um þetta hér ásamt lista yfir þá sem ætla: https://www.facebook.com/events/273390769345127/
Annars er það þannig að við Óli Magg erum búnir að leigja hýttu í Rjukan Hytte og Caravanpark. Hýttan er fjögurra manna, þ.a. það er pláss fyrir tvo til viðbótar. Ég gisti þarna í fyrra og þetta er alveg ágætis gisting fyrir engan pening. Kofinn kostar 625 nkr nóttin. Eins og er deilist það með tveimur og er þá svipað og hostelið, en ef einhver hefur áhuga að deila þessu með okkur er þetta orðið skítbilligt.
Reiknum einnig með að leigja bíl og gætum deilt honum ef einhverjir hafa áhuga. Bíll kostar ca. 2500-3500nkr fyrir tímabilið sem við ætlum að vera.
Þannig að, við ætlum að vera þarna frá 18.-26. febrúar og ef einhver vill deila bíl eða gistingu með okkur hluta eða allan tímann, hafið þá samband í steinarsig@gmail.com.
Sjáið gamlar ísalpmyndir frá Rjukan hér (sama gisting): https://www.isalp.is/greinar/6-laestar-greinar/272-%C3%8Dsklifur%20%C3%AD%20Rjukan.html
Mínar myndir frá því í fyrra: http://www.flickr.com/photos/steinarsig/sets/72157625831344148/
20. janúar, 2012 at 00:00 #573980703784699Meðlimur….gamlar greinar, og síðan 2004 fær mann til að hugsa að það er alltof langt síðan maður kom til Rjukan.
Mæli hiklaust með þessu, ég mæti næst,
Gimp
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.