Bretarnir á Vatnajökli

Home Umræður Umræður Almennt Bretarnir á Vatnajökli

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47337
    1108755689
    Meðlimur

    Frétt á Vísi segir að verið sé að sækja tvo breta á Vatnajökul. Hér er vefsíða annars þeirra. Sá hefur líka póstað á twitter annað slagið. Greinilega búnir að vera í tölverðu brasi.

    http://www.alexhibbert.com/
    Twitter: @alexhibbert
    Fréttin á vísi: http://visir.is/breskir-gongumenn-i-vandraedum-upp-a-vatnajokli/article/2012120209133

    #57471
    0808794749
    Meðlimur

    Spes að þeir hafi verið að hringja í bresku strandgæsluna. Mér þætti áhugavert að vita hvort þeir hefðu skilið eftir ferðaplan hjá Landsbjörgu.

    #57472
    1207862969
    Meðlimur

    Merkileg ályktun sem Landsbjörg hafa dregið að þeir hafi verið á göngu í 30 daga og ætluðu sér allt að 50 daga í gönguna (sjá http://www.landsbjorg.is). Á síðunni hjá Alex sést nokkuð skýrt að þeir lögðu af stað 31.janúar. Það eru 8 nætur, en ekki 30.

    Spurning hvaðan Landsbjörg hefur fengið sínar upplýsingar.

    #57473
    dabbigj
    Meðlimur

    Upplýsingarnar koma frá Landhelgisgæslunni, sem fær þær frá bresku landhelgisgæslunni sem fær þær frá föður annars mannsins sem fékk símtal í gegnum gervihnattasíma frá þeim.

    http://www.dailymail.co.uk/news/article-2098765/Young-adventurer-phones-father-tiny-tomb-tent-collapses.html

    Vísir taka þetta líka upp, http://visir.is/slo-heimsmet-a-graenlandsjokli—vatnajokull-stoppadi-hann/article/2012120208935

    Þótt það komi einhver fréttapistill á forsíðu Landsbjargar að þá þarf það ekkert að koma frá þeim sem stjórna og sinna leitinni.

    #57474
    0808794749
    Meðlimur

    Mér finnst alveg ótrúlega amatöra-legt að þessi pabbastrákur hafi ekki verið búinn að skilja eftir ferðaplan hjá safetravel.is , nú eða allavegana verið búinn að kynna sér símanúmerið 112…

    http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/09/hringdi_i_pabba_sinn_eftir_hjalp/

    #57475
    0801667969
    Meðlimur

    Las einhvers staðar að þeir hafi verið orðnir skrambi blautir. Svo rifnaði tjaldið í ræmur.

    Mín litla reynsla er að ef menn eru ekki með þokkalegan gúmmígalla og talsvert af ull þar fyrir innan þá geta menn hreinlega lent í lífshættu vegna kælingar þegar það gerir almennilegt slagveður. Þá er lítið annað að gera en hringja í vælubílinn.

    Tjöld eru líka afleit hugmynd í miklum vindi

    Eitthvað gortex dót eða annað fokdýrt öndunarefni hefur ekkert í íslenskt slagveður að gera. Það bókstaflega rignir í gegnum þetta og þú kólnar hratt. Menn verða bara að læra að búa sig eftir veðri. Gúmmí og ull ef menn vilja klára langa jöklatúra.

    Kv. Árni Alf.

    #57476
    3110755439
    Meðlimur

    Vantar svo mikið inn í söguna að það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað raunverulega gerðist, burtséð frá því að vera í mesta veðravíti norðurhvels í byrjun feb en…

    Var komið brjálað veður þegar þeir reyna að tjalda?
    Voru þeir búnir að tjalda áður og ekki undirbúnir fyrir veður?
    Hvernig tjald voru þeir með?
    Og fleira og fleira….

    kv
    Dóri

    #57477
    0801667969
    Meðlimur

    Pressan.is segir þá vera að koma alla leið frá Vestfjörðum eftir mánaðargöngu. Þeir lögðu reyndar af stað frá Kirkjubæjarklaustri, keyptu þar mat fyrir 15 þús. krónur 30 janúar s.l. skv. Twitter.

    Dálítill krókur þetta þarna á Vestfirðina. Eða komu þeir við á Klaustri á leiðinni frá Vestfjörðum?

    Þetta er jú heimsmethafi í löngum skíðagöngum svo maður veit ekki. En var hann með almennilegan gúmmígalla og í ull?

    Kv. Árni Alf.

    #57478
    Karl
    Participant

    Árni, þú ert afgamall steingerfingur að fabúlera um gúmmígalla, vaðmál og skóflur. Nútíminn er „geimferðir“.
    Nútíminn gegnur út á gerfihnattasíma og gerfihnattarötun. Þannig geta menn sinnt grundvallaratriðum nútíma ferðalaga og bloggað daglega og kallað á hjálp og gefið upp hvert þeir vilja láta sækja sig ef þeim verður kalt eða týna vetlingunum sínum…

    #57482
    oskarara
    Meðlimur

    Sá vangavelturnar hérna, var í 3ja manna sleðateymi sem fór á eftir strákunum í fyrradag. Þetta eru þaulvanir gaurar en slyddan bar þá ofurliði.
    Þeir höfðu verið á ferðalagi í 9 daga, þar af á jökli í fimm að mig minnir, fóru frá Klaustri upp F206 og gengu þaðan að jökli.Strax á fyrsta degi rennblotnuði allt í ekta íslenskri slyddu og þá gerir Gore-tex ekki shit eins og Alex orðaði það. Svo fengu þeir með jöfnu millibili frost og svo slydduskammt og voru þeir blautir frá fyrsta degi. Nóttina áður en við náðum í þá fengu þeir storm og en súlan í tjaldinu þeirra brotnaði og þeir urðu að grafa það að hluta niður til að það fyki ekki af stað. Komandi nótt var svo útlit fyrir skítaveður og storm þannig að ákveðið var að hringja eftir hjálp. Bara flottir gaurar.
    Svona er bara að leika sér úti í stóru rólunni, stundum rólar maður bara of hátt.

    #57483
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Er svolítið sammála Árna. Leitaði Fimmvörðuháls í ekta Íslandsslyddu íklæddur gúmmígalla og hef aldrei komið jafn þurr heim úr slíku veðri. Þetta andar betur út um ermar og hálsmál en nokkuð goretex. Hreint ekki útilokað að ég tæki slíkan galla með mér í langt vetrarvolk eins og þetta. Það versta er bara að enginn tekur manni alvarlega í appelsínugulu. Læt þó gúmmístígvélin vera.

    #57484
    1108755689
    Meðlimur

    Ég sendi Hr Hibbert email um daginn til að fá réttar og góðar fréttir af atvikum. Hann svaraði strax, þakkaði áhugann og sagðist myndi birta yfirlýsingu á vefnum sinum innan skamms.

    Nú er hún kominn á vefinn og gefur nokkuð góða skýringu á atburðarrás.

    http://www.alexhibbert.com

    #57485
    Karl
    Participant

    Þetta er hreinræktaður gerfihnattasímatúristi.
    Ferðatilhögun og þekking er ekki í takt við aðstæður og farið er af stað með því hugarfari að alltaf sé hægt að hringja á vælubílinn.

    Fyrir daga gerfihnattasímans urðu menn einfaldlega að gera sér snjóuhús, sitja heima eða drepast.

    Þetta heitir að koma heim með öngulinn í rassinum.
    Félagarnir sem ætla að róa kayökum frá Ísafirði til Blossewille og áfram til Kúlusúkk er líka gervihnattasímatúristar sem treysta á að e-h aðrir bjargi þeim ef þeir ráða ekki við að bjarga sér sjálfir.

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
  • You must be logged in to reply to this topic.