Hnappavellir -nýr leiðarvísir

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hnappavellir -nýr leiðarvísir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47331
    0503664729
    Participant

    Ha, kominn nýr leiðarvísir strax? Nei ekki alveg en…..það er komin samantekt um Hnappavelli fyrir þann tíma sem liðinn er frá því að klifurhandbókin kom út vorið 2008. Boltuðum leiðum hefur fjölgað um 12 og eru nú orðnar 104. Þeim er lýst ásamt ýmsum upplýsingum um það sem hefur verið að gerast undanfarið.
    Samantektin er á pdf-formi og hægt að hlaða henni niður af Netinu. Hún er ókeypis en mælst er til að Hnappavallasjóður sé styrktur með frjálsum framlögum t.d. 500 kalli. Verið er að byggja yfir eina tóftina í Miðskjóli og ekki veitir af peningum fyrir efni. Þá eiga eflaust einhverjir eftir að borga árlegt Hnappavallagjald sem er líka 500 kall.
    Hægt er að leggja inn á sjóðinn:

    Reikningur: 111-05-274410
    Kt. 410302-3810
    Skýring: Kamar

    Samantektin er væntanleg á klifurhusid.is og er þegar komin á síðuna klifur.is

    http://www.klifur.is/Upplysingar/Leidarvisar/Hnappavallahamrar_2008-2009.pdf

    Þá er hægt að fá útprentuð eintök í Klifurhúsinu.

    #54691
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þið eruð alltaf jafn duglegir félagarnir.

    Hvar finn ég upprunalega leiðarvísin til kaups?

    kv.
    Palli

    #54694
    0503664729
    Participant

    Palli,
    Þú færð hann í Klifurhúsinu.

    Kveðja,
    JVS

    #54695
    Skabbi
    Participant

    Snöfurmannlega gert! Um að gera að borga kamargjaldið, óvíða sér maður krónum sínum eins vel varið og þar.

    Skabbi

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.