Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Rifið í Skessuhorni
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
14. september, 2011 at 23:23 #47306Ágúst Þór GunnlaugssonParticipant
Í dag skelltum við Gísli Símonar okkur í Skessuhorn og klifruðum Rifið. Leiðin er mjög opinn, flott og alvarleg. Leiðin er mjög laus en býður upp á skemmtilegar hreyfingar og flottar spannir. Þónokkuð magn af grjóti færðist úr stað við klifrið og önnur línan okkar skarst inn að kjarna.
Allt í allt áhugaverður dagur í góðu veðri.Ági
[img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P9140849__b.JPG[/img]
[img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P9140866__b.JPG[/img]
ps. Ef einhvern langar til að verða fyrstur til að klifra ísfoss þennan veturinn þá eru lækir og gil í norðanverðri Skarðsheiði að frjósa og sáum við þónokkra þunna ísfossa.
14. september, 2011 at 23:50 #56908SissiModeratorFlottir, síðasta teymi sem ég man eftir þarna hafði meðal annars eldiviðaröxi meðferðis til að hreinsa lausa meterinn svokallaða af Rifinu. Minnir nú að þeir hafi ekki lýst klifrinu með jafn jákvæðum lýsingarorðum og þið.
En það er líka kominn skænir inni í Eilífsdal og frábært friction í Valshamri í hauststillunum.
15. september, 2011 at 11:17 #56909ABParticipantVel gert!
Kveðja,
AB15. september, 2011 at 11:28 #56911Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantUpphrópanirnar sem fuku á meðan að klifrinu stóð voru ekki sérlega jákvæðar . Ef horft er framhjá lausa draslinu þá ætti þessi leið að vera algjör klassík miðað við staðsetningu og útlit leiðarinnar. Ég hef samt enga þörf fyrir að fara þessa leið aftur í bráð nema þá kannski að vetri til þegar að fjallið er frosið fast saman. Klifrið var tæpara og tímafrekara en við bjuggumst við og erfiðleikarnir voru eiginlega jafnir alla leið. Annars fundum við allskonar drasl á leiðinni, slinga, prussik, karabínur, fleyga og hnetu.
Setti nokkrar myndir inn hérna.
Ági
16. september, 2011 at 23:35 #56915Siggi TommiParticipantHetjur.
Á eftir að prófa þetta um sumar. Hressandi vetrarklifur alla vega. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.