Að fitta skíðaskó

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Að fitta skíðaskó

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47280
    0304724629
    Meðlimur

    Er einver sem veit um góðar leiðbeiningar á netinu til að fitta skíðaskó? Mig minnir að það hafi verið slíkar leiðbeiningar inni á telemark pyrenees síðunni en ég finn þær ekki.

    Mér sýnist að ég þurfi að hita skelina og breikka hana aðeins en er ekki alveg til í að skella hitabyssunni á og vona það besta…

    Er einhver að gera þetta í rvík og einhver með reynslu af slíkri þjónustu?

    kv
    rok

    #53770
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Veit thvi midur ekki um neinar on-line leidbeiningar en eg skelli nu bara thermo skonum i ofninn thar til thad fellur saman og skelli mer svo i skona yfir skidasokka i thynnri kanntinum og svo ofan i skelina…

    #53771
    0304724629
    Meðlimur

    Ég stórefa að það dugi til. Þeir eru svo svakalega þröngir yfir ristina og ég næ varla að smella neðstu smellunni. Þetta eru Scarpa Spirit 3.

    #53772
    2401754289
    Meðlimur

    Prófaðu heitt vatn! Ef Spirit 3 er „hálf-gegnsær“ passaðu þig þá, auðvelt að „puncha“ of mikið.
    Annars virkar að googla How to punch out ski boots? Ef ég skil þig rétt þá er þatta vandamálið…ekki linerinn?
    Góða skemmtun

    #53773
    Karl
    Participant

    Þetta er sáreinfalt.
    Þú settur skóinn í skrúfstykki númer 8. Hagræðir spliffinu svo það fútti við kúrsann. Hællin er svo skorðaður við ristavélina þartil púllið verður rautt. Splifið er svo endurformað svo það passi. Reyndu að halda donkinu réttu.

    #53774
    AB
    Participant

    Kalli er eitthvað ryðgaður. Það er donkið sem á að flútta við kúrsann. Ég veit ekki hvar þetta myndi enda ef það væri öfugt.

    Svo mætti reyna að treina fram-skóinn með frerabylgjum (passa að stilla á <1,5).

    Ef allt klikkar þá er bara að samþætta tásveifarbogan og/eða ristarbandsbogan við fjórskipta hælspennukrókinn (er þetta ekki örugglega KCM3X týpan?).

    Þú reddar þessu.

    AB

    #53775
    2411784719
    Meðlimur
    #53776

    Andri og Kalli vaða mikinn því ef þeirra aðferðum slær saman verður úr samloka með karamellu og tungli en jörðin er að sjálfsögðu svissneskur ostur. Að því viðbættu passar skórinn á hnéð eða var það olboginn ruglast alltaf á vinstri og hægri.

    Rúnar Óli þetta getur ekki klikkað núna, en hringdu annars í Valgeir Ægir, 545-4050, því hann á splitt og donk, vonandi í réttri stærð.

    Gangi þér vel,
    Kv.,
    Stebbi

    #53777
    1709703309
    Meðlimur

    Ágúst Þór ber enga ábyrgð á þessum skrifum hér að ofan né þessum. Er í vandræðum með aðgangsorð. Bara til að það komi fram.

    Kv.,
    Stefán Páll Magnússon

    #53778
    0304724629
    Meðlimur

    Ég reddaði mér spliffi og donki nr. 4,5. Eftir að hafa brasað við þetta í skrúfstykkinu varð úr fallegur orange andarungi sem fittar vel við baðkarið hjá mér. Takk fyrir Kalli. Þú ert kóngurinn.

    #53779
    0304724629
    Meðlimur

    Eitt enn. Hvað á maður að stilla ofninn á ef ég ætla að prófa að fitta lænerinn áður en farið er alvarlegri aðgerðir? Minnir að ég hafi heyrt 180°C.

    Djók! Eru ekki 50 gráður nærri lagi?

    #53780
    Karl
    Participant

    Ef þú þarft að breikka skelina þá ættir þú að leita eð e-h slöngu sem þú getur þanið út með þrýstilofti. Etv getur þú notað brunaslöngu með geltum enda eða gúmmí sem líkist mjög litlum fender eins og notaðir eru á milli báts og bryggju. Eins gætu píparar átt einhverskonar litla belgi til að stífla rör tímabundið.
    -Datt í hug gamla hitapokatrikkið hans Jóns Páls (-þú færð þá Eirík til að blása).
    Ef þú getur komið þokkalegum þrýsting inn í skelina þá ættir þú að geta hitað hana með hitabyssu/hárþurku þar sem þú vilt fá hana víðari……

    Enn og aftur þá þarftu samt að passa Donkið…

    #53781
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Bubbi í Everest hefur kýlt út skó með rosalegri risastórri þartilgerðri útkýlingartöng og hitabyssu.

    Það eru fínar leiðbeiningar fyrir linerbakstur inni á telemarktips.com

    Notaði þær einhverntíman með góðum árangri. Muna bara smella fast ef þú vilt lausa skó en smella laust ef þú vilt þrönga skó. Og vefja slatta af klósettpappír utanum tærnar ef þú vilt hlýja skó.

    #53782
    0703784699
    Meðlimur

    Skóarinn sem var útá nesi gerði allt svona f. Skátabúðina, hann var síðann keyptur af Össuri og vinnur þar og hefur gert svona útkýlingar og fleiri stórundur í skóviðgerðum. Kýldi út plastskó f. mig um árið…..man bara því miðurekki nafnið en geta ekki verið margir í Össur með þessa samklíkingu á verkstæðinu.

    Er síðan ekki bara málið að blása hárþurrku í 15 mín í linerinn? Útilíf og aðrar skíðabúðir eru bara með svona hólk sem blæs heitu inní linerinn áður en þú ferð í hann. Svo stendur þú í einhverjar mín til að láta það mótast…

    #53783
    0704685149
    Meðlimur

    Er ekki betra að fara í fótaaðgerð eða að bíta á jaxlinn?
    kv.
    Bassi

    #53784
    1402734069
    Meðlimur

    Leiðbeiningarnar f. læner hitun…..

    http://www.telemark-pyrenees.com/shop/article_info.php?articles_id=3

    Kv.
    Böbbi

    #53785
    helgiben
    Meðlimur

    Við sjáum um að víkka og fitta skiða og gönguskó eins og við höfum reyndar gert undanfarinn ca. 30 ár í Útilíf í Glæsibæ. Hvar hafið þið verið???

    Kv.

    Helgi Ben

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
  • You must be logged in to reply to this topic.