Fór með Sigga Skarp og Geir Ólafs (söngvaranum sko) á Hátind í dag. Skíðuðum (og brettuðum fyrir þá sem eru töff) niður Y gilið sem er vestan megin í Hátindi, þann hluta sem er sunnar eða skiers-left.
Prýðileg skemmtun, fínt færi uppi en breyttist svo í límsnjó þegar neðar dró. Þetta voru einhverjir 3,5 tímar úr bíl í bíl og kannski 700 metra dropp.
Móskarðshnjúkar litu líka mjög vel út.
Hils,
Sissi