Botnsúlur og Glymsgil

Home Umræður Umræður Almennt Botnsúlur og Glymsgil

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47143
    Jón Haukur
    Participant

    Átti leið um Botnsúlur á laugardaginn, þar fóru mikinn félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar í viðgerðum á Bratta. Ég setti inn nokkrar myndir af framkvæmdunum inn á síður félaga. Ég held að við ættum öll að geta þakkað þeim fyrir framtakssemina.

    Fór síðan í Glymsgil á sunnudaginn. Það er svo sem ekki frásögum færandi, nema að þar urðum við Ingó vitni að því stærsta íshruni sem ég hef séð í návígi. Myndir af herlegheitunum eru á sömu síðu, en það var eitthvað vesen með stóru myndirnar, en þumbneilarnir sýna hrunið samt sem áður.

    jh

    #49372
    Páll Sveinsson
    Participant

    Djjjjöfullin og dauðin.
    Þið eruð ekki feigir félagar.

    Palli

    #49373

    Ok, ég er með fiðring í maganaum. Þetta er ekkert grín! Til hamingju með að vera á lífi félagar.

    Retro

    #49374
    Ólafur
    Participant

    Svei…ég ætti kannski að fara að hlusta á tengdamömmu áður en það er of seint.

    ó

    #49375
    Karl
    Participant

    -eins og Aðalríkur Alsgáði hefur margsagt þá er aðal ógnvaldurinn að himininn hrynji yfir menn….
    Fyrstu fregnir mínar af isþiljunum í Kaldakinn var einmitt af hamförunum þegar þilin hrynja….
    Ég man ekki betur Jónki, -en þegar við vorum á Franska ísfestivalinu um árið hafi orðið e-h aföll þegar foss hrundi með klifrara.

    Það er til marks um hvað Jónki er smávaxinn, að þó stór hluti þilsins hrynji niður….-þá hittir það ekki á Jónka!…

    #49376
    AB
    Participant

    Brids heima hjá mér í kvöld.

    Ísklifur er úti, brids, snóker, og skák er inni.

    Svei.

    AB

    #49377
    1110734499
    Meðlimur

    shit !

    kv. d

    #49378
    Sissi
    Moderator

    Öss!

    Andri – þú gleymdir stífri bjórdrykkju sem er klárlega hobbí of choice í snjó-/ísþunglyndi, sérstaklega þar sem þú þarft að fara að byggja upp öflugri magavöðva!

    Siz

    #49379
    2806763069
    Meðlimur

    Það er ekkert minna! Svo bregðast kross tré sem önnur tré!

    Annars flott hjá Hafnfirðingunum! Gerið hafnarfjarðarsveitina að heiðursfélaga og sendið henni úrval ársrita og leiðarvísa.

    Gvöð minn góður, þvílík ótíð!

    #49380
    Siggi Tommi
    Participant

    Fyrst katastrófusögurnar eru farnar að fjúka þá læt ég okkar helgarsögu fjúka í leiðinni.

    Við Haukadalsfararnir upplifðum einnig heldur óskemmtilega stund um helgina.
    Vorum komnir 2/3 upp Trommarann þegar ógurlegur dynkur heyrist einhvers staðar frá og virtist hann koma úr okkar eigin fossi. Ég var að klifra en Robbi þóttist finna jarðskjálfta upp á 6 á Richter þegar þetta gerðist (ýki það nú reyndar) og fannst hann einnig sjá þversprungu sér í ennishæð gleikka um einhverja millimetra (en það gæti nú verið ímyndun…).
    Sissi og co hinum megin í gilinu heyrðu lætin mjög greinilega.
    Þó var ekki einu sinni yfir 0°C hjá okkur. -1°C eða svo ef ég man rétt.
    Mjög hressandi að heyra fossinn sinn sunka niður án þess að sjá nein ummerki um hrun…

    Jibbíkæjei!

    #49381
    0902703629
    Meðlimur

    …nú, svo er hægt að skella sér á dansgólfið!

    Hér eru nokkrar línur sem eiga vel við atburði helgarinnar og þá er ekkert eftir annað en að æfa Travolta-sveifluna….


    Ah, ha, ha, ha, stayin’ alive, stayin’ alive.
    Ah, ha, ha, ha, stayin’ alive, stayin’ alive.
    Ah-ha, ha, ha, stayin’ alive, stayin’ alive.
    Ah, ha, ha, ha, stayin’ alive.

    Step to the side
    You’d better run and hide
    Move to the side Ev’rybody wants to stay alive.

    #49382

    Siggi, þú þarft að vera með diktaphone til að taka upp öll þessi óhljóð sem þú heyrir, svo eftir nokkur ár geturðu mixað þau saman og gefið út disk sem héti t.d; Shit in our pants eða Time to bail. Ég tek eitt stykki!

    #49383
    2806763069
    Meðlimur

    Skráðu mig líka niður fyrir einu eintaki! Snild!
    Ekki vitlaust að vinna þetta með Andra, það eru allar líkur á að hann verði oft nálægt þegar eitthvað sniðugt gerist.

    #49384
    Siggi Tommi
    Participant

    Múahahah

    #49385
    AB
    Participant

    Rétt Ívar. Siggi hafðu samband, ég er lunkinn í að þefa uppi vandræðin, hrun, snjóflóð eða bílveltur, just name it.

    Kveðja,

    AB

    #49386
    Robbi
    Participant

    Mér skilst víst að hægt sé að fá áhættutryggingu fyrir okkur vitleysingana ef við skyldum nú verða fyrir ísfossi eða hoppa óvart fram af kletti. Fyrir einungis 60000 spírur á ári…gjafaverð.
    Kanski maður ætti að skoðaða, og já eitt eintak fyrir mig.
    RH

    #49387
    1210853809
    Meðlimur

    ég athugaði einu sinnni hjá einhverjum tryggingasölumanni svona áhættutryggingu og þá kostaði þetta töluvert meira en 60.000 að mig minnir um 10.000 á mánuði, en kannski er þetta eitthvað ódýrara ….. bara athuga að öll möguleg og ómöguleg slys séu innifalinn.

    Jóseppe

    #49388
    Sissi
    Moderator

    Ég er með slysatryggingu sem gildir fyrir allt nema keppni, æfingar fyrir keppni og ísklifur. Kostar einhvern 14.000 kall á ári. Árgjaldið breytist í mánaðargjald ef maður vill hafa ísklifur eða fallhlífarstökk memm einhverra hluta vegna. Held að þetta sé bara fáfræði. Rökræddi þetta við sölufólkið þangað til það var orðið hel-pirrað á mér.

    Ef einhver hélt að það væri einhver sveigjanleiki hjá starfsfólki í tryggingaþjónustu þá er það rangt.

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
  • You must be logged in to reply to this topic.