- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
14. október, 2011 at 15:58 #47098SissiModerator
Þetta er svolítið gamalt en ég rakst á skemmtilega grein á jeppaspjall.is um hæðarmetið á jeppa 6.688 metra.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=47&t=346
Ég skil raunar ekki í því að Kalli eða Árni eigi ekki þetta met, en það var amk. slegið á Súkku.
Sissi
19. október, 2011 at 17:52 #569620801667969MeðlimurJá fróðleg lesning Sissi. Ýmislegt sem menn finna sér til dundurs. Eitthvað kvartaði kappinn um vandræði á klakabreiðunum. Skyldi hann ekki hafa heyrt um keðjur?
Fyrir rúmlega hálfri öld (3. Jan 1958) komust menn á Suðurpólinn í þriðja skiptið. Þar voru á ferðinni nokkrir Ferguson traktorar og voru fyrstu vélknúnu ökutækin sem þangað komust.
Þeir voru óbreyttir að öðru leyti en því að með lítilli fyrirhöfn var hægt að henda gúmmíbeltum utan á dekkin á þeim. Þegar færi var gott voru beltin tekin af og óbreyttir keyrðu þeir um Suðurskautið en beltin sett aftur á í þyngra færi.
Stundum var keyrt í yfir 3000 m hæð og virkuðu bæði bensín og dieselvélarnar óbreyttar býsna vel. Reyndar langt síðan ég las Hillary og Fuchs.
Hálfri öld síðar þá hamast menn hér heima á Klakanum að breyta jeppum nánast í traktora aftur til að komast sömu leið og engin heldur vatni.
Kv. Árni Alf. (hugsanlegur hæðarmetshafi á traktor og fólksbíl á Klakanum)
19. október, 2011 at 19:27 #56963SissiModeratorVið fórum yfir 3700 metra hérna um árið í Pakistan minnir mig og þótti það ekkert tiltökumál á eldgömlum LC70, held að þeir keyri eitthvað hærra en það jafnvel. Bara smá fikt í olíuverkinu.
Þarf annars ekki nauðsynlega að koma traktor á Hnjúkinn?
Sissi
24. október, 2011 at 18:21 #56966Gummi StParticipantSissi, það væri flott að koma gömlum Ferguson þarna upp!
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.