Styttur opnunartími skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Home Umræður Umræður Almennt Styttur opnunartími skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47076
    0808794749
    Meðlimur

    Glöggir skíðaiðkendur hafa tekið eftir því að nú um miðjan mánuðinn var auglýstur styttur opnunartími í Bláfjöllum og Skálafelli.
    Opnunartími er nú frá kl. 14-20 á virkum dögum í stað til kl. 21. Þykir mörgum þetta súrt og til þess gert að rýra gildi eftir-vinnu skíðunar.
    Hef ég ásamt mörugm öðrum sent Magnúsi Árnasyni framkvæmdastjóra skíðasvæðanna áskorun þess efnis um að endurskoða opnunartímana.
    Ákvörðunin verður endurskoðuð um mánaðarmótin febrúar/mars og hvet ég að sjálfsögðu alla til að láta í sér heyra vegna málsins.

    Enn ein flettismettis-grúppan hefur verið opnuð. Þessi til stuðnings málefninu. Þeir sem vilja skrá sig þar geta flett upp : Lengri opnunartíma í Bláfjöllum og Skálafelli.

    Sjáumst í fjallinu.

    #53646
    Sissi
    Moderator

    Meilið hjá honum er magnus.arnason@reykjavik.is, cc á skidi@skidasvaedi.is.

    Þetta er alveg fáránlegt. Við Andri fórum í síðustu viku, ég fór úr vinnunni rétt rúmlega fimm og við náðum 4 ferðum, sem kostuðu Andra 1300 kall.

    Gott að ég var búinn að kaupa árskort (sem er náttúrulega búið að gjaldfella um 50% núna).

    :(

    #53647
    1012803659
    Participant

    Sammála, væri skynsamlegra að hafa opið frá 15-21 ef þetta er vegna sparnaðar.

    Flestir fara á skíði beint eftir vinnu á virkum dögum, þessi auka klukkutími skiptir miklu máli. Tala nú ekki um þegar daginn fer að lengja!

    #53648
    0902703629
    Meðlimur

    Hér fyrir norðan er ekkert nema endalaus sæla, hvítir tindar og hver púðurdagurinn á fætur öðrum. Aðstæður til utanbrautarskíðunar eru með allra besta móti og ástæða til að mæta með hjálm, ýli og stöng ef….

    En því miður, við búum við sama ástand og aðrir Íslendingar, skíðasvæðið er lokað á þriðjudögum í vetur og …. skoðið vefmyndavélina í Hlíðarfjalli NÚNA 4 m/sek, -1,8 og ekkert nema hvítur snjórinn og rennilegar brekkur. OG ÞAÐ ER ÞRIÐJUDAGUR!

    Ekkert annað í stöðunni en að skella undir sig plönkunum, tölta af stað á tveimur jafnfljótum og vona að með hækkandi sól verði ákvörðunin um lokun á þriðjudögum endurskoðuð.

    #53649
    1506774169
    Meðlimur

    Það eru nú ekki svo mörg ár síðan að það var opið til 22 á kvöldin og maður gat hæglega skellt sér eftir vinnu á skíði og átt góðann skíðadag.

    Ef hinn venjulegi dagvinnumaður fer núna eftir vinnu nær hann kannski 2 tímum ef hann er heppinn.

    Ekki beint góð þjónusta við skíðamenn þetta

    #53650
    0808794749
    Meðlimur

    kannski hafi opnunartíminn verið skertur til að krakkar nái eins og 1-2 klukkustundum í playstation fyrir svefninn.
    ekki eins og í gamla daga þegar maður tók rútuna og var kominn heim kl. 23, og fór beint í bælið.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.