Ég er alltaf að huga að því að fara í áskrift að einhverju klifurblaðinu en kem því aldrei í verk.Hluti af ástæðunni er að ég get ekki ákveðið mig hvaða blað er áhugaverðast og sveiflast helst á milli Rock&Ice og Alpinist.
Eru einhverjir leyndir gimmsteinar í þessari tímaritaflóru og með hvaða blöðum mælið þið?
(Ég hef áhuga á allflestu innan fjallamennskunnar, þ.e. klifur, ísklifur, fjallaskíðun, alpinisma etc. og langar helst í blað sem lumar á þessu öllu saman.)