Vaðlafjöll

Home Umræður Umræður Klettaklifur Vaðlafjöll

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46836
    2003793739
    Meðlimur

    Hvernig er að klifra í Vaðlafjöllum?
    Hvar er svæðið og hvernig er leiðavalið?
    Eru einhverjar boltaðar leiðir eða bara dót?

    Sagt er að þetta sé með brattari klifursvæðum á landinu!

    Kveðja
    Halli

    #48062
    Ólafur
    Participant

    Ég var þarna um helgina og þetta er eðal. Sunnan megin er hægt að fara endalaust af dótasprungum sennilega frá 5.4 og alveg uppí 5.9. Sumar eru vel yfir 50m á lengd. Þeim megin eru klettarnir hvergi alveg lóðréttir og nokkuð grónir skófum en sprungurnar sjálfar hreinar.

    Hinum megin á gígtappanum eru hinsvegar möguleikar fyrir erfiðar sportleiðir. Þarna er flottasta slútt á landinu, (sjá mynd í seinasta Ísalp blaði) sennilega um 35° og ca 25m þar sem það er hæst. Veggurinn þeim megin er eins og hlaðinn en maður horfir á endana á stuðlunum. Stuðlarnir eru alveg þéttir saman og því ekki möguleiki að tryggja með dóti þeim megin. Þarna hefur ekkert verið boltað. Þarna er hinsvegar hægt að setja upp flottustu sportleiðir á landinu (amk sem ég hef séð til).

    Ætli það þyrfti ekki að fá leyfi hjá einhverjum ef menn ætla sér að bolta þarna. Gígtappinn er örugglega friðaður og náttúruvætti og alles.

    #48063
    Ólafur
    Participant

    Gleymdi að geta þess að Vaðalfjöll eru beint uppaf Bjarkalundi sem stendur uppaf Berufirði.

    Það er hægt að keyra alla leið uppað Vaðalfjöllunum á slyddujeppa eða fólksbíl sem menn hafa litlar taugar til. Tekur ca. 3 tíma að keyra úr bænum og uppí Bjarkalund.

    Kveðja,
    ÓliRaggi

    #48064
    0309673729
    Participant

    Ég er einn af þeim sem ekki hafa komið þarna, en hafa heyrt fallegar lýsingar.

    Hversu langt er að ganga upp að klettunum frá vegi hafi menn ekki nógu (of) góðan fólksbíl? Hvar á veginum eru helstu torfærurnar?

    Er möguleiki á að tjalda einhversstaðar nálægt klettunum eða er mælt með að tjalda á tjaldstæðinu í Bjarkarlundi?

    Er vitað í hverra eigu Vaðalfjöllin eru? Er búið að kaupa borvélina?

    Er einhver stemmning fyrir ÍSALP-ferð í Vaðalfjöll í sumar?

    kveðja
    Helgi Borg

    #48065
    Ólafur
    Participant

    Það er drjúgur spotti uppað klettunum frá þjóðveginum, myndi giska á allt að klukkutími. Sennilega er styst að labba frá Bjarkalundi eða uppúr Þorskafirðinum. Menn ættu að sjá það fljótt hvort þeir treysta bílnum sínum upp slóðann eða ekki.

    Mæli ekki með að tjalda undir klettunum en á Bjarkalundi er sæmilegt tjaldstæði eða á Reykhólum sem er betra (við hliðina á lauginni).

    Boltaspurningin er hinsvegar ákallandi. Ég er viss um að það verði ekki líklegt til vinsælda að menn bolti þarna án þess að spyrja hvorki kóng né prest.

    #48066
    Karl
    Participant

    Hættið þessu tali um borvélarkaup!
    BYKO og HILTI leigja borvélar og því fyrirhafnarminnst að beina mönnum þangað í stað þess að stofna kaupfélag um bormaskínu.
    Munuð að SÍS meikaði ekki sens og frjáls markaður er nú til siðs…

    #48067
    Jón Haukur
    Participant

    Það er ekkert mál að keyra upp að þessu þ.e.a.s ef þið eruð ekki á low profile Bens eða öðru viðlíka. Beint á móti afleggjaranum að Reyhólum er slóð upp í hlíðina sem hægt er að keyra með lagni á fólksbíl. Þar er einnig smá laut sem hægt er að gista í. Annars mæli ég hiklaust með tjaldstæðinu hjá Mumma frænda í Bjarkarlundi. á Reykhólum er líka fínt tjaldstæði en þar blæs heldur meira en sundlaugin er eðal.

    Austuhliðin á klettinum er mökkuð í skófum en það gengur svo sem að klifra léttar leiðir þar. Á norðurendanum eru hins vegar langar dótaleiðir sem eru hreinar og fínar, en þar er að sjálfsögðu heldur kaldara. Nú svo er það vesturhliðin sem er í raun botninn á stuðlunum ef svo má segja. Sú hlið snýr á móti seinnipartssólinni líkt og Valshamar. Þar eru yfirhangandi leiðir í röðum. Eitthvað af þeim var klifrað í ofanvað af Trulla, Snævarri og co hér á árum áður.

    Ég kannast nú ekki við að þetta sé friðað, alla vega er ekki hægt að finna neitt um það í náttúruminjaskrá. Eignahaldið er réttast að tékka í frændgarðinum.

    jh

    #48068
    1506774169
    Meðlimur

    Sælir. Upp að vaðalfjöllum er cirka 1 kílómeters akstur frá Bjarkalundi. Ég fór þetta á mitsubishi colt í fyrrasumar og gaurinn á eftir mér var á appelsínugulum skóda svo að þetta er lítið mál að fara. Það er beygt út af veginum cirka 150 metra áður en komið er að bjarkalundi frá reykjavík. Með friðun, þá er svæðið ekki friðað en er í einkaeign svo að þarna þarf að passa að vera á slóðanum og ekki láta ykkur detta í hug að skjóta eftir rjúpunum á staðnum, presturinn á svæðinu má það ekki einu sinni :). Góða ferð

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.