Gripteip og axarsköft

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gripteip og axarsköft

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46761
    Skabbi
    Participant

    Langar að deila með ykkur undraefni sem ég fann í Byko í gær þar sem ég var að leita að teipi til að bæta griðið á öxunum mínum.

    Stöffið heitir power strech band og ég held að það sé fyrst og fremst ætlað til að gera við rafmagnskapla og garðslöngur. 10 metra rúlla kostaði ca 1200 kall.

    Þetta er e-skonar gúmmívafningur sem maður teygir aðeins á og vefur síðan á snúru (eða axarasköftin í mínu tilfelli). Það er ekkert lím á þessu heldur bráðnar þetta eiginlega saman við sjálft sig á svona 10 mínútum. Úr verður þunn slikja af fáránlega slitsterkur og gripgóðu gúmmíi sem á að halda eiginleikum sínum í bleytu og þola allt frá 40 gráðu frosti upp í 190 gráðu hita.

    Ég prófaði þetta niðrí klifurhúsi í gær, svínvirkaði.

    Allez!

    Skabbi

    #53179
    Robbi
    Participant

    Næs…takk fyrir þetta.
    Það er hægt að kaupa eitthvað sambærilegt frá Petzl, en ætli maður þurfi ekki að láta annan handlegginn fyrir það í dag.

    robbi

    #53180

    Töff. Ég hef notað hokkýteip sem ég fékk í Everest. Það hefur virkað ágætlega en mætti vera gripmeira.

    Ági

    #53181
    2401754289
    Meðlimur

    Hjólabrettateip virkar líka vel…eins og að halda utan um skaft buið til úr sandpappír!
    freon

    #53182
    Skabbi
    Participant

    Já, mér datt e-ð svoleiðs í hug en tætir þetta ekki hanskana upp ansi hratt? Tími ekki rándýru pönserunum í svoleiðis tilraunastarfsemi…

    Allez!

    Skabbz

    #53183
    2401754289
    Meðlimur

    Do, or do not do! There is no try!
    Yoda

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.