Hæ
Langar að deila með ykkur undraefni sem ég fann í Byko í gær þar sem ég var að leita að teipi til að bæta griðið á öxunum mínum.
Stöffið heitir power strech band og ég held að það sé fyrst og fremst ætlað til að gera við rafmagnskapla og garðslöngur. 10 metra rúlla kostaði ca 1200 kall.
Þetta er e-skonar gúmmívafningur sem maður teygir aðeins á og vefur síðan á snúru (eða axarasköftin í mínu tilfelli). Það er ekkert lím á þessu heldur bráðnar þetta eiginlega saman við sjálft sig á svona 10 mínútum. Úr verður þunn slikja af fáránlega slitsterkur og gripgóðu gúmmíi sem á að halda eiginleikum sínum í bleytu og þola allt frá 40 gráðu frosti upp í 190 gráðu hita.
Ég prófaði þetta niðrí klifurhúsi í gær, svínvirkaði.
Allez!
Skabbi