Helgarspeijið!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgarspeijið!

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46699
    Skabbi
    Participant

    Það var bæði fjölmennt og góðmennt á Grundarfirði um helgina, 15 manns bældu fletin í farfuglaheimilinu þegar mest var.

    Þó að spáin væri ekki upp á marga fiska til ísklifurs reyndu menn samt við leiðirnar í Mýrarhyrnunni á laugardeginum. Talsverður þungur og blautur snjór var í hlíðinni fyrir neðan klettana og í giljum. Víða mátti sjá spýjur sem fallið höfðu dagana á undan. Það takmarkaði leiðarvalið aðeins, enda höfðu fáir geð í sér til að troðast inn gilið sem hýsir Abdominal og Comeback í svona aðstæðum. Úr varð að undirritaður og Gulli granít lögðu í Kerlinguna (nema hvað?) á meðan Freyr og Tryggvi Þórðar skelltu sér í Christian IX. E-r reyndu að finna ís í Þvergili og aðrir skoðuðu ísþilin sunnar í brekkunum.

    Okkur Gulla sóttist ferðin vel, þó að óneitanlega færi veður hlýnandi eftir því sem leið á morguninn. Þremur og hálfum tíma eftir að við lögðum af stað kláruðum við síðustu spönn (sem er löng, brött og drulluerfið!) og sigum niður.

    Gulli seig á undan niður síðustu spönnina, ég beið í stansinum húkandi undir smá ísvegg. Í því er slaki kom á línurnar til merkis um að Gulli sé komin niður fara að heyrast drunur ofarlega í leiðinni. Þær mögnuðust hratt. Ég gat ekkert gert annað tekið punktmassann á þetta, ríghaldið í línurnar, klínt mér upp að ísnum og vonað það besta á meðan ís og og snjór brunaði framhjá og yfir mig á leið sinni niður á láglendið. Ég veit ekki hvað ósköpin stóðu lengi yfir, en þegar þeim linnti beið ég ekki boðanna og drullaði mér niður.
    Sem betur fer hafði Gulli náð að forða sér eins og aðrir sem voru staddir fyrir neðan leiðirnar. Freyr og Tryggvi sem staddir voru ofarlega í sinni leið urði varir við ósköpin og ákváðu að láta gott heita og drifu sig niður líka.

    Eins og gefur að skilja var meiri stemming fyrir sundferð eftir þetta en áframhaldandi klifri.

    Þetta er í annað sinn sem Skessan í Kerlingartindi reynir að drepa mig, maður fer að taka þetta til sín!

    Um kvöldið settust menn á rökstólana og eftir að hafa skoðað spá morgundagsins sem gerði ekki ráð fyrir frosti á Snæfellsnesi var ákveðið að halda í austurátt morguninn eftir.

    Leiðir skildust daginn eftir þegar komið var niður á þjóðveg. Hluti hópsins hélt inn í Haukadal á meðan við Gulli, Siggi Tommi, Marianne og Ási ákváðum að skoða okkur um í Austuárdal.
    Þar var heldur kaldara en úti á Nesi og nokkrar leiðir í skálinni í aðstæðum. Reyndar voru svo til allar léttu leiðirnar í fjallinu sem gengið er framhjá á leiðinni í skálin í firnagóðum aðstæðum.

    Allavega, þrátt fyrir heldur þunnildislegar aðstæður voru klifraðar þrjár leiðir í skálinni. Siggi, Marianne og Ási klifruðu „Bláu leiðina“ og „Túristaleiðina“ á meðan við Gulli gerðum okkur „Plan B“ að góðu. Við hlupum svo upp eina af léttu leiðunum á leiðinni niður í bíl.

    Fyrirtakshelgi þrátt fyrir heldur súra spá. Nú er bara að bíða og vona að það fari að frysta almennilega svo að maður þurfi ekki alltaf að vera með lífið í lúkunum!

    Allez!

    Skabbi

    #53628
    1210853809
    Meðlimur

    Ég, Tómas og Örvar fórum í Flugugil á Sunnudaginn. Aðstæður voru eins og að vori, mikið um ís á niðurleið og almennt vor í lofti. Fórum innst í gilið og klifruðum þar stutta leið sem byrjaði í töluverðum bratta en endaði í snjóbrekku sem lá upp á brún. Ekki erum við vissir hvort að leiðin hafi nafn eða gráðu en er á að giska WI 4.

    Við kíktum því næst á Óríon sem var ekki í föstu formi á nokkurn hátt. Við létum því reyna á brattann vinsta meginn við Óríon. Leiðin sú samanstóð af stuttum höftum í byrjun og svo meiri bratta þegar ofar dró. Ísinn var af skornum skammti og eiginlega bara skel ofan á smá frauði. Ég fékk því litla æfingu í að setja inn skrúfur í þeirri leið. En ágætis skemmtun þó. Vitum við heldur ekkert um þá leið, hvað varðar nafn og gráðu.

    Síðustu helgi fórum við í Múlafjall og fór þar heldur ekkert sérstaklega mikið fyrir ís þó einhver væri. Náðum við þó að klifra nokkrar leiðir og höfðum gaman af.

    Kveðja, Jósef

    #53629
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, Austurárdalur var tóm hamingja eftir nokkur vonbrigði með að fá ekki að prófa Mýrarhyrnuna eftir alla þessa keyrslu.
    Bláa leiðin og Túristaleiðin voru í fínum aðstæðum, sú bláa kannski heldur í þynnra lagi, greinilega búin að bráðna nokkuð í sundur.
    Ísinn var þéttur og góður og bara smá fjúk úr fossunum til hliðar annað slagið, annars þurrt.

    Styttist mjög í að megaflottu leiðirnar ofan við sylluna (WI5 – WI6 kerti, 20-30m) detti í aðstæður sem dauðlegir menn eiga séns í.

    Myndir koma á næstu dögum.

    #53630
    Siggi Tommi
    Participant

    Gat ekki beðið með að græja myndirnar.
    Maður getur sofið í ellinni. :)
    Setti slatta inn á:
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Austurardalur#

    #53631
    2806763069
    Meðlimur

    Sorry Siggi. Blá leiðin byrjar örlítið til hægri við það sem þið voruð í. Mann ekki hvort línan sem þið tókuð er skráð sem eitthvað, kannski bara léttara afbrigði af bláuleiðinni enda deilir hún endi með henni. Fór þetta afbrigði fyrir nokkrum árum með hressa breska kennslukonu og það er rétt leiðin er ekki meira en svona 4+ max í góðum ís.

    Bláa leiðin sjálf er hinsvegar alveg pottþétt 5+ þó P og GH hafi kannski sett eitthvað ultra hógvært á hana á sínum tíma.

    Já, og ef Haukur segir bolta Síamstvíburana þá stendur það, enda var ég búinn að láta honum þá ákvörðun eftir (og það virðist nokkuð ljóst að erfiðara er að tryggja leiðina í þeim aðstæðum sem eru núna, auk þess þar sem engin virðist hafa áhuga á henni svona).

    kv.
    Softcore

    #53632
    1210853809
    Meðlimur

    Daginn,

    Örvar hefur sett myndir á síðuna sína frá sunnudagsbrölti okkar í Flugugili.

    http://www.flickr.com/photos/16906636@N05/sets/72157613025158680/

    kv. Jósef

    #53633
    2103844569
    Meðlimur

    Oh, all piccas are already online…Now here are mine too.
    Nice weekend. Next weekend again?
    Marianne

    #53634
    2103844569
    Meðlimur
    #53635
    0311783479
    Meðlimur

    Turistaleidin er edal leid, vid vorum 4 i stansinum (Olli, Jon Gunnar, Thorbjorn hinn saenski og undirritadur) thegar Palli leiddi sidustu sponnina. Toppklassa sosialklifur thad!

    kv.
    Halli

    #53636
    Skabbi
    Participant

    Skemmtilegar myndir krakkar!

    Jósef, engin trygging í síðustu spönn? Eins gott að hengjan hélt…

    Allez!

    Skabbi

    #53637
    1210853809
    Meðlimur

    Það má orða það þannig Skabbi, að tryggingarmöguleikarnir voru ekki að þvælast fyrir mér. Fyrri spönnin hafði nokkrar skrúfur í tæoff en þegar ofar dró þá var lítill sem enginn ís fyrir skrúfur. Svo í toppinn var ekkert til að tryggja og engar snjótryggingar með í för. En hengjan hélt.

    Það eru einnig svakalegar hengjur í Austurárdal, man vel eftir því þegar ég klifraði einhverja leiðina þar þá var hengjan í toppinn vel yfirhangandi og hressandi.

    kv. Jósef

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.