Gleðilegt árið!
Þú hefur væntanlega fengið sömu auglýsingu og ég. Svo hinir sjái hann líka þá fylgir hún hér:
Skíðadeild Víkings stendur fyrir skíðamarkaði með notaðan skíðabúnað í félagsheimili Víkings Traðarlandi 1 sunnudaginn 11 janúar 2009 kl 13:00 til 16:00.
Öllum gefst kostur á að selja og kaupa allan skíðabúnaður (svig, göngu , telemark, fjallaskíði & bretti), skíðafatnaður, og skauta. Búnaður þarf að vera í þokkalegu standi.
Tekið er á móti vörum kl 9:00 til 12:00.á sunnudeginum. Vinsamlegast hafið búnað og fatnað þrifalegann. Ráðleggingar um verðlagningu á staðnum. Skíðadeildin tekur 20% söluþóknun og sér alfarið um framkvæmd. Boðið verður upp á að brýna kanta og bera rennslisáburð á skíði ef óskað er fyrir 700 krónur.
Þeir sem koma með búnað til sölu á markaðnum eiga að nálgast búnað sem ekki selst milli kl 16:00 og 17:00 á sunnudeginum.
Hægt verður að greiða með greiðslukortum. Uppgjör á seldum búnaði verður 4 febrúar þegar uppgjör kortafyrirtækja verður komið.
Kökubasar og heitt á könnunni.