BD Avalung

Home Umræður Umræður Skíði og bretti BD Avalung

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46547
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Rakst á þessa myndklippu á blogginu hans Lou Dawson þar sem náungi með helmet cam er tekin í snjóflóði. Hann notast við Avalung frá Black Diamond.

    http://www.youtube.com/watch?v=6C2eWRvZgKU&eurl=http://www.wildsnow.com/&feature=player_embedded

    Vekur mann til umhugsunar. Einhverjir hér sem notast við Avalung?

    Nú hef ég blessunarlega aldrei lent í snjóflóði en ég hef verið grafin niður í þrjár mínútur í æfingarskini og get sagt að ég var ekki langt frá því að fá móðursýkiskast.

    – Síða Lou Dawsons: http://www.wildsnow.com
    – Síða BD Avalung: http://www.avalung.com

    #53588
    2806735959
    Meðlimur

    Hef haft þennan búnað með mér á fjöll í nokkur skipti. Keypti hann til að prófa þegar gengið var hagstæðara. Blessunarlega aldrei komið að notum og því hef ég enga reynslu af því hvort þetta virkar þegar á reynir. Ég held að það sé þægilegra að vera með bakpoka með Avalung því það er svona smá vesen að vera með þetta og bakpoka. Það á sérstaklega við ef maður er að ferðast á snjóflóðasvæði og vill t.a.m. geta rennt niður úlpunni, þá er þetta fyrir (Avalung má ekki vera innanundir). Hins vegar skiptir það minna máli ef það á bara að nota þetta á niðurleiðinni. Commentin um færsluna á wildsnow.com eru áhugaverð.

    #53589
    Sissi
    Moderator

    Það voru nokkrir í team kyrgistan sem fjárfestu í svona í fyrra og fannst þetta fínt, ég myndi ekki hugsa mig um tvisvar ef ég væri að fara í eitthvað backcountry dæmi erlendis af fá mér svona. Það eru líka til fínir léttir skíðabakpokar með þessu inni í axlaólinni, þú rennir svo bara niður og dregur þetta út ef þú þarft á því að halda.

    Gædarnir okkar voru allir með svona, sem kom aðeins á óvart þar sem maður hélt kannski að þeir væru ekki með allar nýjustu græjurnar.

    Þetta er klárlega ekki verra og gæti gefið manni extra tíma meðan verið er að moka mann upp.

    Ég renni mér líka með hjálm og bakbrynju í svona aðstæðum. (þarf nokkuð að taka fram heilögu þrenninguna líka?)

    Sissi

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.