Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Hlíðarfjall – aðstæður
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
2. mars, 2004 at 09:19 #464680304724629Meðlimur
Nú líður að telemark festivalinu og því ekki úr vegi að forvitnast um aðstæður í Hlíðarfjalli. Eins og veðurkortin hafa birst manni undnafarna daga, þá er maður ekkert alltof imponeraður að keyra norður. Hvað ætla menn og mýs að gera?
Ef þú svarar þessu Bassi, þá trúi ég ekki orði af því sem þú segir. Enda ert þú hluti að áróðursmaskínu norðlendinga sem eru frægir að mylja sanleikann mélinu smærra eftr hentugleika…
Það er fræg sagan af Akureyringnum sem sagði alltaf að það væri gott veður á Ak. alveg saman hvenær hann spjallaði við vin sinn sem býr í ónefndum útnára. Þegar útnáravinurinn hringdi í hann eitt sinn og spurði eftir veðri, sagði Akureyringurinn að venju að það væri sól og blíða. ,,Heyrðu ég ætla að kíkja við hjá þér“ sagði útnári. ,,Nú ertu á Akureyri? Andsk. þá veistu að það er grenjandi rok og rigning“.Vel á minnst. Hér er rigning og skíðafæri ekki beysið þó enn sé opið.
rok
2. mars, 2004 at 09:40 #485050902703629MeðlimurTelemarkhelgin verður ALLTAF haldin. Það er enn nógur snjór í Hlíðarfjalli þið getið séð það sjálf á http://www.hlidarfjall.is á vefmyndavélunum. Það var opið í fjallinu alla helgina og í gær. Í fyrra var mun minni snjór en samt var „púður“ og menn sáu ekki eftir því að hafa mætt.
Telemarkhelginni verður aldrei frestað…eða færð til…það er enn nógur snjór hér í Eyjafirði. Og ef engin kemur, þá vinn ég kanski loksins eitthvað…a.m.k. í öðru sæti.
Það verður nú sjónasviptir ef þú mætir ekki. Mundu bara að póstleggja bikarinn í tíma…Og svo ekkert svona úrtölutal.
Nú verður sagðar veðurfréttir: Á Akureyri er stillt veður, hiti um frostmark, logn, skýað með köflum. Veðurfar er bara spurning um hugafar…
kv.
Bassi2. mars, 2004 at 18:36 #485060704685149MeðlimurBara að taka af allan vafa. Ef brettarar geta haldið mót þá getum við haldið Telemarkmót. Vonandi fáum við myndir af Ak-extreme 2004 fljótlega inn á þessa síður hér fyrir neðan.
það gott að líta á þessa síðu annað slagið…því þessir dúddar eru ótrúlega naskir að finna snjó…langt fram í ágúst..
kv.
Bassi3. mars, 2004 at 14:55 #485071509815499MeðlimurSvo er ansi gott skíðasvæði á Dalvík og miklu meiri snjór þar heldur en í grjótnámunni hlíðarfjalli. Þar á líka lognið lögheimili eins og einn góður maður sagði. Þetta vita þeir sem eru ættaðir þaðan eins og ég og Rúnar Óli :o)
4. mars, 2004 at 09:34 #485083110665799MeðlimurRúnar! þú verður að halda allavega stökkverðlaunum áfram in ðe west, skylst að flugmálastjórn sé styrktaraðili í þeim flokki. Svo finnst mér á meðan Cameron getur þvælst endalust (honum hlýtur að leiðast) milli ára og áfram haldandi hallarekstur á Ríkisútvarðinu þá er okkur hinum engin vorkun þó vanti smá snjó á vegin og bílastæðið. Alltaf til Bass-ýkt púður.
Ef hitin er ekki að fara mikið yfir 2-3°c þá helst þetta bara ágætt, þetta mót hefur nóga samanstaði þarna fyrir norðan.
Fæ ekki betur séð og lesið en að betri helmingur Bassa hafi gert ansi góða vettvangskönnun á Eyjafirði, Dalvík væri hreint ljómandi. Veit ekki alveg með fólkið þar, en ágætis bakarí og sæmilegustu brekkur.Svo snáfið ykkur öll norður!!!!!
kv.
Valli von snegel klúbbmeister. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.