gestabók á hraundröngum

Home Umræður Umræður Almennt gestabók á hraundröngum

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46439
    0206862359
    Meðlimur

    í byrjun september þegar ég ásamt Helgu og Freysa kíktum á hraundranga sáum við að gestabókin var orðin gegnsósa af vatni og var því ákveðið að taka hana með niður til að koma í veg fyrir að hún eyðilagðist, nú er hún í afvötnun og heilsast bara nokkuð vel en þó mun hún aldrei jafna sig að fullu. þannig að næsta leiðangri þangað er bent á að taka með sér nýja gestabók og sniðugt væri að geyma hana í plastpoka ofan í kassanum. Var líka að vona að einhver gæti sagt mér hvert ætti að skila bókinni? til ÍSALP?

    kv. Tryggvi Stefánsson

    #50629
    Sissi
    Moderator

    Er ekki málið að hýsa hana í Skútuvogi?

    Svo mætti nú reyndar benda á það líka að fólk er búið að eyðileggja viskýið með því að bæta allskonar gutli ofan í það. Ég verð aldrei samur maður eftir að hafa smakkað þennan óbjóð. Veit æska landsins ekki að Ópal skot og Breezer á ekkert erindi í Finest Blend?

    Þannig að einhver nýr eðalfleygur með einmöltungi væri málið líka.

    Svo er miðjustansinn stórvarhugaverður (reif út fleyg), og athugandi hvort ekki er hægt að síga af toppnum, sem er eina heillega stykkið í þessum drulluhaug. Það er svona á mörkunum en gæti gengið með 2×60.

    …og bóndinn þarna fyrir neðan er eðalmenni, býður í kaffi og kökur. Ekki verra að hafa eitthvað meðferðis fyrir hann.

    Sissi

    ps – ef einhver saknar Fruit of the Loom bolsins þá er Skabbi enn með hann http://gallery.askur.org/sissi_hraundrangi/DSC04535

    #50630
    0311783479
    Meðlimur

    Eg segi velja nokkur god molt og blanda. Sidan ma logga i gestabokinni hvad fer ofan i og i hvada magni – tha vaeri haegt ad reproduce-a blendid sidar meir.

    Annars tha nefndi eg thennan Hraundranga sid vid Skota og honum fannst tetta mikil snilld. Baetti svo vid ad i Skotlandi myndi thetta aldrei ganga, thvi their eru veikir fyrir brjostbirtunni og naesti madur myndi klara fleygi!

    cheerio
    H

    #50631
    Freyr Ingi
    Participant

    Bókin var nú eiginlega það illa farin að það þyrfti hreinlega að hreinskrifa hana til að glata ekki þessum upplýsingum sem í henni eru… hina hreinu bók ætti svo að sjálfsögðu hýsa í Skútuvogi.

    Viskísullið var nú ekki svooo slæmt en kannski væri ekki verra ef einhver sjálfskipaður viskílord myndi taka það að sér að koma eðaldrukk í kassann.

    Miðjustansinn: Tók tíma í að lappa aðeins upp á hann og er hann mun skárri fyrir vikið, en að sjálfsögðu þarf alltaf að meta svona tryggingar hverju sinni. Fjarlægðum ótrúlegt magn af gömlum borðum og bínum sem ekki stóðust þolpróf F.

    2×60 ná alla leið niður í einu gói.

    Og varðandi Fruit of the Loom bolinn.. þá er annaðhvort einhver alltaf að hlaupa þarna upp í trylling til að rífa sig úr fötunum og skilja eftir þessa fínu beis-lituðu boli eða þá að þú og Skabb hafið ekki tekið bolinn niður hér um árið.
    Fundum nebbninlega annann (sama) Fruit of the Loom bol upp undir drangnum, í þetta skiptið rataði hann alla leið niður og eigandi getur vitjað hans hjá Tryggva.

    Freysi

    #50632
    Sissi
    Moderator

    Ætli Jetinn ógurlegi gangi í Fruit of the Loom og hafi þann sið að bera sig að ofan áður en hann töltir á drangann og ber á sér brjóstið?

    #50633
    Siggi Tommi
    Participant

    Schnilld. Það verður bráðum hægt að opna Fruit of the Loom afurðasölu í Skútvoginum…

    #50634
    Karl
    Participant

    Það er auðvitað grafalvarlegt mál að bókin sé blautari en fleygurinn…

    Á sínum tíma var farið í nokkra heimildarvinnu varðandi uppáferðir á Hraundrangann og var sá listi færður inn í gestabókina sem sett var upp um árið. Minnir þó að Valdi Harðar eða álíka kópgemlingur hafi haft á orði að hans uppáferð hafi vantað.
    Er ekki réttast í stöðunni að e-h taki að sér að endurrita bókina og birti hér á heimasíðunni.
    Síðan má prenta út þann lista og ég á amboð til að plasta pappíra og svo má stinga þeim í kassann í næstu ferð…

    Síðan þarf að bregðast skjótt við hinu válega ástandi að viskýlaust sé á Hraundranga. -Gestabók er svo aðvita eingöngu til að menn kvitti fyrir snaffsinn og skylduáfillinguna á bokkuna….

    Þess má geta að það var Jóhann Kjartansson (Skammur) sem smíðaði stálkassann á Hraundranganum og settum við einnig einn slíkan á hæsta koll Dyngufjalla sem kallaður er Þorvaldstindur en er í raun aðeins 3 metra kollur á skemmtilegri fjallsegg austan Öskjuvatns sem frekar ætti að heita Þorvaldsegg.
    Skammur fékk jólakort 3 árum seinna frá hjónum úr Ólafsvík sem urðu þau fyrstu til að feta í okkar fótspor og þótti póstkassi á þessum stað það skondinn að þau sendu kallinum jólakort.

    Kalli 894 9595

    #50635
    1704704009
    Meðlimur

    Látið gestabókina rata inn í Skútuvoginn.

    #50636
    0206862359
    Meðlimur

    ég get nú alveg séð um það að koma bókinni yfir á tölvutækt form. Hinsvegar er ég mjög smeykur um að margt af því sem áður var í bókinni sé glatað með öllu. Maður þorir lítið að taka á þessari bók og molast hún bara í sundur í höndunum á manni. Gott væri kannski að fá sérfræðing í meðhöndlun alvarlega illa farna rita til að losa um blaðsíðurnar og lýsi ég hér með eftir honum. Ef það er ekki til skal ég bara gera mitt allra besta.

    #50637
    Karl
    Participant

    Handritastofnun!…

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.