Fjallaskíðaskór

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Fjallaskíðaskór

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46415
    hallia
    Meðlimur

    Sæl öll

    Þar sem mig vantar nýja skíðaskó, þá langar mig að forvitnast með fjallaskíða skó. Með hvaða skóm mælir fólk til þess að nota í allt? Vil geta notað þá í hefðbundna brautarskíðun en einnig hafa möguleikann á göngu. Eru til einhverjir skór sem eru góðir í hvoru tveggja eða þarf maður að eiga helst tvö pör?

    k.kv

    #57496
    mrjokull
    Meðlimur

    Sæll.

    Ég get mælt með Scarpa Mobe sem fást í fjallakofanum. Þeir eru mjög stífir og gefa góðum brautaskóm ekkert eftir á leiðinni niður en eru með gúmmisóla og göngustillingu og eru þannig alveg þokkalegir á leiðinni upp. Eini gallinn einsog á öllu dóti í dag er verðið.

    #57499
    hallia
    Meðlimur

    Takk fyrir þetta. Hefur einhver reynslu af atomic tracker 100 skónum sem alparnir eru að selja :
    http://www.atomic.com/en/Products/Alpine/Boots/Freeski/TRACKER_100/AE5004120.aspx?filter=

    K.kv

    #57518
    1001813049
    Meðlimur

    Sæll

    ég á atomic tracker 130 og er mjög ánægður með þá. ef þú ert að sækjast eftir skóm sem eru frekar hugsaðir til niðurrennslis en í langar uppáferðir er þetta málið. Þétt passform ( að sjálfsögðu persónulegt ) og “quick respons“ í þessum skóm.

    Kv KM

    #57522
    Smári
    Participant

    Talandi um fjallaskíðaskó, þarf einhver að losna við par nr. 42 er að leita fyrir kunningja.

    Smári

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.