9 manns hófu þátttöku á fjallamennsku námskeiðinu sem haldið var í Skíðadal á Tröllaskaga. 8 manns luku því námskeiði þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, svo sem snjóhús sem bráðnuðu ofan af fólki um nóttina. Hvað varð um 9 þátttakandan er nú verri saga því hann sýndi aðeins of mikil tilþrif í ísaxarbremsuni og endaði með tíu spor í tríninu, en fékk engu að síður jákvæðni verðlaun helgarinnar. Ísklifur námskeið var ekki haldið vegna dræmrar þátttöku og jafnvel spurning um að hætta alfarið með slík námskeið þar sem hér virðist hvort eð er bara rigna og farið að teljast heppni ef menn komast nokkrum sinnum í ís á hverri vertíð.
J.B
Náskeiðshaldari í þetta sinn