Veit einhver um ísaðstæður?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Veit einhver um ísaðstæður?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46257
    0405614209
    Participant

    Veit einhver hvernig aðstæður eru t.d. í Múlafjalli eða Glymsgili núna???

    #47652
    Jokull
    Meðlimur

    Fullt af ís fyrir norðan, (sjá nýskráningar ísleiða) og svo er veðrið náttúrlega alltaf gott líka. Kveðjur að Norðann

    Bergmann og Ísfeld

    #47653
    Anonymous
    Inactive

    Það má gleyma Glymsgili núna en einu ísaðstæður sem eru í nágrenni Reykjavíkur eru sennilega í Eilífsdal. Eins og hann er rosalega skemmtilegur uppgöngu.
    Olli

    #47654
    0405614209
    Participant

    Sælir.

    Ég fór í dag í Glymsgil og það var akkúrat enginn ís þar, ekki einu sinni hrat á ánni. Sömu sögu er að segja úr Múlafjallinu – þar er örþunnt skæni syðst í hamrabeltinu.

    Úr þessum hörmungum héldum við (ég og C.Smith jöklabani) beina leið í Valshamar og opnuðum þar formlega klettaklifurvertíðina 2003. Fínar aðstæður – kletturinn skraufaþurr og alls ekki svo kaldur. Eiginlega stórfínar aðstæður og blankalogn. Skrattans hliðin voru harðlokuð, bæði tvö, en það er hægt að fara hjáleiðina sem endar neðan við bústaðina beint fyrir neðan hamarinn.

    Ég gjóaði svo aðeins augunum upp í Eilífsdal á leiðinni til baka og það var ekki mikið að sjá þar heldur.

    Ísaxir til sölu – kosta eina tölu!

    #47655
    Anonymous
    Inactive

    Sæll aftur Halldór!
    Þar sem aðstæður hér á landi (veðurfarslega) hafa verið eins og á slöku hausti þá má allt eins leiða líkum af því að það séu klifuraðstæður í Þórisjökli.

    #47656
    0405614209
    Participant

    Blessaður.

    Enn og aftur hittir skrattinn ömmu sína.

    Þegar jöklarnir verða horfnir líka þá geri ég alvöru úr því að selja græjurnar fyrir eina tölu og sný mér að rúsínu og plómurækt. Landsvæðið undir Bárðarbungu kemur til með að henta ágætlega – miðsvæðis og nóg af jarðhita.

    #47657
    1810774769
    Meðlimur

    Jæja, ég er nú grænn í þessu öllu saman, því ég ætlaði að fara að læra þetta, finna kikið. En mér heyrist að ísklifur sé deyjandi grein!!!

    #47658
    0405614209
    Participant

    Blessaður Eiríkur.

    Núna varstu heppinn. Ég var einmitt í sambandi við almættið í gærkvöldi og hef í höndunum áræðanlegar heimildir fyrir því að nú fari kólnandi. Heimildir mínar eru eftirfarandi:

    1) Núna á næstu dögum fer að frysta og í vetur verða ísklifuraðstæður með allra besta móti.
    2) Ný og áður óþekkt ísklifursvæði finnast á Suðurlandi í lok janúar.
    3) Verð á klifurbúnaði kemur til með að lækka stórkostlega í verslunum.
    4) Ísklifurfestival Alpaklúbbsins verður fjölsóttara en nokkru sinni fyrr og menn munu horfast í augu og stynja „frábært, frábært“ í gríð og erg.
    5) Þú tekur ákvörðun um að smella þér í ísklifur og sérð ekki eftir því.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.