Norðandeild Alpaklúbbsins og félagar í bjsv. Súlum skelltu sér á skíði undir Strýtunni á laugardaginn og undu sér í sveiflunni fram eftir degi.
Færið var mjög gott og ekki skemmdi fyrir að ná í nýfallinn snjó í síðust ferðinni því það tók að snjóa af miklum krafti!!
Dæmigert fyrir veðráttunni eins og hún er í dag var að ekki féll eitt einasta korn á skíðasvæðið sjálft fyrr en í gær. Snjóalög fyrir ofan Strýtuskála eru í þokkalegum málum og ekki þarf mikið til að opna þá lyftu.
Hins vegar verða Reykvíkingar þó að bíða enn um sinn því lítill sem enginn snjór á neðra svæðinu.
Kv.
Böbbi