Ég og Óli Raggi fórum í ísbíltúr síðasta sunnudag þrátt fyrir hæpna veðurspá. Keyrðum að Skessuhorninu, yfir Dragann, Hvalfjörðinn til baka og inn í Elífsdal þar til við enduðum á að brölta Nálina í Búhömrum.
Skessuhornið leit ágætlega út en við sáum ekkert á Draga (þekkjum svæðið reyndar ekkert). Hvalfjörðurinn var nátturulega íslaus en Elífsdalurinn leit vel út. Okkur sýndist þó sem efsta spönnin í Þilinu væri tæplega frosin niður. Hugsanlega hægt að príla e-r leiðir í Vesturbrúnum.
Ísalparar ættu því að fjölmenna á Skessuhornið á morgun.