Fórum fjórar uppí Tindfjöll um helgina.
Komumst á óbreyttum jeppa næstum að Miðskála, hefðum komist lengra ef við hefðum verið á nagladekkjum.
Það er snjór í Tindfjöllum og vel hægt að skíða ef viljinn er fyrir hendi. Hægt að þramma á skíðum á flesta tinda frá skálanum, m.a. Ými, Ýmu og Búra. Það var reyndar mjög ísað um helgina. Ein var á telemarkskíðum og gat tekið nokkrar beygjur, við hinar vorum á gönguskíðum. Maður þarf aðeins að þræða á milli steina þegar neðar dregur.
Það var ansi mikið rok um helgina og huggulegt að vera í skálanum þar sem hviður fóru uppí 32 m/s (skv veðurmælingu Tindjfalla á vedur.is).
Reyndum að fara uppá Búra en þegar við vorum við það að takast á loft næstum á toppnum þá snérum við við.