Kannski ekki mikið af grjóti í Róm en nokkrir góðir salir sérstaklega boulder. Í Lazio sem er „sýslan“ sem Róm er í eru nokkur góð svæði. Frægustu svæðin eru líklega strandsvæðið á Sperlonga og ofsalega fallegt svæði sem heitir Grotti. En besta svæðið í „nágrenni“ Rómar er líklega Ferentillo sem er í Umbria næstu sýslu við Lazio. Ferentillo er aðeins lengra en borgin Terni. Fallegur staður og mjög brattar leiðir.
Passaðu þig samt að velja svæði eftir sólarlagi, það getur verið óbærilega heitt þarna á sumrin…
En endilega farðu í salina og hittu Rómverjanna og reyndu að komast í túra með þeim…
http://www.falesia.it/index.php
http://www.romacenterclimb.it
Góða skemmtun!
Bárður Örn