Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

Home Umræður Umræður Almennt Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45963
    0309673729
    Participant

    Já svo sannarlega kemur hún okkur við.

    Það skiptir okkur miklu máli að vita hvort þingflokkarnir vilja styðja frekari uppbyggingu á óhefðbundnum íþróttum eins og klifri, eða einungis halda sig við fótboltann. Hvort þeir telja útgáfustarfsemi eins og http://www.isalp.is og leiðarvísa á fjöll bera vott um menningu, eða hvort þeir dragi línuna við leikhús og söfn. Hvort ferðaþjónustan eigi að einskorðast við höfuðborgina eða hvort gáfulegt sé að reyna að trekkja að erlenda fjallamenn á landsbyggðina utan hefðbundna ferðamannatímans.

    Til að aðstoða okkur við valið þegar kemur að kjördegi, þá ætla ég að leggja fyrir flokkana nokkrar spurningar fljótlega. Svörin ætla ég að birta hérna á vefnum.

    Ef þið hafið einhverjar góðar spurningar þá endilega komið þið með þær.

    Helgi Borg

    #47780
    1709703309
    Meðlimur

    Gott mál, það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur úr þessu.

    #47781
    Jón Haukur
    Participant

    Er þessi hástemmdi pistill frá framsóknarráðherranum hluti af þessu sjónarspili eða fann hún það upp hjá sjálfri sér að mæra fjallamenn sérstaklega svona rétt fyrir kosningar.

    Pistillinn minnir reyndar um margt á bréf eitt sem annar þingmaður sama flokks sendi á Ísalpfélaga fyrir kosningar fyrir nokkrum árum með álíka hástemmdum hugmyndum um fyrirgreiðslu sportsins.

    Einhvern veginn finnst mér vefstjórinn vera að vomast yfir beinum styrkjum frá ríkisvaldinu til að halda kompaníinu gangandi. Það væri forvitnilegt að sjá meintann spurningalista.

    Annars finnst mér hugmyndin um ríkisstyrkta fjallamennsku frekar óaðlaðandi. Persónulega finnst mér að fjallamennska sé grasrótarsport þar sem að framtak einstaklingsins á að vera í öndvegi. Hins vegar eru ýmis hagsmunamál sem eru okkur nátengd sem eru á valdi stjórnvalda, eins og til dæmis aðgengi að hálendinu.

    Nú ef hið opinbera er til í að byggja 20 m háan leiðsluvegg hér í bænum, þá skal mæta á stundinni og jafnvel kjósa framsókn að launum…

    enn á ný Ragnar Reykás

    #47782
    0405614209
    Participant

    Varðandi leiðsluvegginn fína.

    Ég hef átt óformlegar viðræður við ÍTR og Laugardalshallarstjórnanda og ég veit að þetta mál hefur verið rætt hjá þeim. Mér fannst á öllum viðkomandi að þetta væri hið besta mál.

    Það þarf að hamra þetta mál hressilega og halda áfram. Ef það er gengið í þetta af krafti þá giska ég á að það verði kominn upp 12 metra hár leiðsluveggur með 15 metra klifurvegalengd innan árs. Svona veggur er fullkomlega löglegur keppnisveggur.

    Það væri svo óvitlaust að stefna að því að halda Norðurlandamót í klifri næsta vor.

    Það er næsta ljóst að ef það á að verða einhver uppbygging þá þarf ríki og borg ásamt einhverjum fyrirtækjum að koma að málinu.

    Kveðja
    Halldór formaður.

    #47783
    Karl
    Participant

    Ég er langeygður eftir e-h öðru en hefðbundnu framsóknarkj…..

    #47784
    0309673729
    Participant

    Orð eru til alls fyrst. En að sjálfsögðu þarf að einnig að láta verkin tala. Á þeim 5 árum sem ég hef setið í stjórn ÍSALP hefur mikið verið skrafað — sumir meira en aðrir. Ekki hefur verið eins mikið um efndirnar, enda væri klúbburinn þá fjölmennari en Framsókn.

    Að þessu sinni setti stjórn saman raunhæf markmið í formi verkefnalista á fyrsta fundi. Eitt af markmiðunum er að gera átak í aukinni kynningu og umfjöllun um ÍSALP út á við.

    Ein af aðferðunum sem ég ætla að beita til kynningar er að fá ýmsa þekkta og minna þekkta til að skrifa pistla á vefinn um flest sem viðkemur fjallamennsku. Ég hef minnst á þetta við ýmsa og beðið um pistla — þá gjarnan um ákveðin málefni sem mér þykja forvitnileg. Menn þykjast ætla að hugsa málið. Ég vona að einhverjir pistlar nái á síðuna.

    Hvað varðar pistilinn frá Umhverfisráðherra, þá sótti ég skriflega um styrk til uppbyggingu á síðunni og einnig um pistil ráðherra um samspil umhverfis og fjallamennsku. Ég fékk hvoru tveggja. Styrkurinn hljómaði upp á 150.000 kr.

    Víst eru hugleiðingar um að halda fjallamennskunni sem grasrótarsporti rómantískar — en raunhæfar, nja. Menn geta ekki bæði sleppt og haldið. Það væri gaman ef sportklifrið fengi hlutfallslega miðað við ástundun jafn mikla styrki og fótboltinn. Þá væri alveg örugglega hægt að byggja löglegan keppnisvegg, og það fleiri en einn. Það væri líka gaman að setja saman digran leiðangursjóð, en ef við látum ekkert vita af okkur þá er það bísna erfitt. Og víst þætti mér vænt um ef að ég fengi styrk frá Ferðamálaráði til að gera meira úr ensku síðunum, í stað þess að þeir sömu láti nægja að vísa fyrirspurnum erlendra fjallamanna á editor@isalp.is.

    Drengir og stúlkur, hvað finnst ykkur? Látið nú gamminn geysa. Endilega komið með málefnalegar spurningar til að demba á pólitíkusana!

    #47785
    0902703629
    Meðlimur

    Fagleg vinnubrögð eru alltaf til fyrirmyndar.

    Hér að ofan er rætt um raunhæf markmið og verkefnalista núverandi stjórnar sem gera má ráð fyrir að eigi að stuðla að framgangi og framsókn Ísalp á innlendum og ekki síður erlendum vettvangi. Ekki væri úr vegi að fá slíka verkefnalista, fundargerðir og ráðabrugg birt á http://www.isalp.is þar sem félagsmenn hafa ekki allir jafna aðstöðu til að mæta á áður auglýsta “félagsfundi” eða mannamót. – Hluti af sterku félagi er jú að halda félagsmönnum vel upplýstum.

    Svo er aftur annað mál hvort að vel fari á því að stunda fjallamennsku fyrir framan tölvuskjáinn með skíðastafinn í annarri hendi en músina í hinni. Með öðrum orðum, á maður að eyða tíma og kröftum í skriffinnsku, betl og leiðindi fyrir nokkrar krónur í kassann og illa efnd loforð? – Er ekki einfaldara að skila auðu og nota tímann í alvöru lífsins; óklifin fjöll, fagurlega skornar skíðabrekkur og glæsilegt berg, áður en hluta landsins verður sökkt eða það endanlega jafnað við jörðu?

    #47786
    0309673729
    Participant

    Menn geta ekki bæði sleppt og haldið. — Ber að skilja orð þín þannig að þú mælist til að ég leggi niður vefsíðuna til að geta átt meiri tíma á fjöllum?

    #47787
    0902703629
    Meðlimur

    Kammerat Helgi,

    Þú mátt ekki taka öll skrif sem persónulega árás á þig.

    Áður hef ég farið mikinn og lofað verk þín í tengslum við uppbyggingu og vefsíðugerð http://www.isalp.is og þau orð standa og munu reyndar alltaf standa.

    Þegar ég sló því fram í hálfkæringi hér að ofan að dúettinn fjalla- og tölvumennska færu ekki vel saman var ég aðeins að hugsa upphátt, muldra með sjálfri mér, tauta og ergja mig á því að íslensk fjallamennska á, þegar öllu er á botninn hvolft, allt sitt undir loforðum, bellibrögðum og klækjum örfárra ráðamanna. – Og eina ráðið til að ná til umræddra ráðamanna er að setjast niður við tölvuna með orðin að vopni. – Það gefur líklegast lítið í aðra hönd að klöngrast í gegnum lúpínubreiður, fjalladrapa og íslenskt birki í rómantískri leit að tilgangi lífsins.

    Hinsvegar má velta því fyrir sér hvort að það sé skemmtilegt verk eða öfundsvert að berja saman óendanlegar skýrslur og greinagerðir um ágæti og mikilvægi íslenskrar fjallamennsku, þegar árangurinn af slíkum átökum er sjaldnast í samræmi við erfiðið sem þar liggur að baki. Því verð ég að játa að ég DÁIST að þeim sem það gerir og prísa mig sæla á meðan ég GET verið stikkfrí.

    Kristín Irene

    #47788
    2502614709
    Participant

    Verum vakandi – umhverfisráðherra sem samþyggir risaálver þar sem mengunarvarnirnar eru 70 m. háir strompar og nemur úr gildi úrskurð skipulagsstofnunar gegn kárahnúkastíflunni á ekkert erinda á vef alvörufjallamanna eins og okkar. Tökum öll þátt í áframhaldandi mótmælum geng kárahnjúkastíflunni og því gengdarlausa sukki öllu saman. Sama lið er að opna fystu vetnisstöðina í dag Af því að þau eru svo umhverfisvæn!. Usa frændi er að loka sínum álverum en við ætlum að fara að keppa við kínverja um hver getur framleitt ódýrara ál. Mætum öll með ísaxir í fullum skrúða við næstu mótmæli.
    ADREI AÐ GEFAST UPP STANDANDI!

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.