- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
31. október, 2004 at 11:50 #45947KarlParticipant
Þá er búið að teygja úr Skaftafellsþjóðgarði svo hann nær nú norður að miðlínu Vatnajökuls og inniheldur Lakagíga. Þessi útfærsla er soðin uppúr mörgum þjóðgarðshugmyndum er varða stækkun Skaftafellsþjóðgarðar, Vatnajökulþjóðgarð og þjóðgarð að Fjallabaki, -milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.
Almennt á það að vera útivistarmönnum í hag að Þjóðgarðar stækki, grunnhugmyndin er að varðveita e-h heild og gera hana aðgengilega á sjálfbæran hátt.
Samtök útivistarfélaga fengu nýju þjóðgarðsreglugerðina til skoðunar í haust, Þe samút var ætlað að skoða reglugerðin í rúman sólarhring og senda síðan inn tillögur svo Siv uppgjafaumhverfisráðherra gætti flaggað e-h jákvæðu í lok síns eyðileggingarferils.
Það verður að segja það klárt og kvitt að upphafleg reglugerðin var ekkert annað en gerræði sett fram af mönnum með fasíska vankunnáttu á útivist og náttúruvernd.
Dæmi:
Bannað er að hjóla á Vatnajökli.
Bannað var að tjálda á Vatnajökli án leyfis, nema í Tjaldamýri í Esjufjöllum sem líklega er eina svæðið á jöklinum sem æskilegt væri að hlífa við tjöldun. (því var breytt)
Öllum var skylt að tilkynna þjóðgarðsyfirvöldum hyggðust þeir fara inní þjóðgarðinn! (ýmindið þið ykkur batteríið sem þyrfti til að taka á móti öllum þeim tilkynningum…) (Var breytt)
Sett var fram akstursbann á Öræfajökli sunnan Snæbreiðar á sumrin og algert akstursbann á Hnjúkinn. Samút vildu breyta því í akstursbann sunna 64°.01´ í mai til sept og algert akstursbann á Hnjúkinn. 4×4 og LÍV samþykktu þetta.
64.01 þýðir að menn mega aka niður Snæbreið og leggja norðurundir Hnjúknum í stað þess að legja uppá Snæbreið.
Samút gerðu tillögu um að fá mann í þjóðgarðsstjórn sem fulltrúar notenda, -því var hafnað.
„Fiðun“ Lakagíga felst í því að rollubeit smalamennska og anað sem flokkast undir „hefðbundið“ er heimilt áfram… (Breyttist e-h hér?)
Þjóðgarðsmörkin eru að mestu skilgreind sem jökuljaðar sem þíðir að Jökulsárlón og allir jökulgarðarnir í Öræfum og Suðursveit eru utangarðs. Þetta er „cheap trick“ þjóðgarður því eingöngu er verið að friða það sem er ekki í neinni hættu og greinilegt að aðalatriðið er að fegra illa ásjónu stjórnmálamanna en ekki verið að vernda náttúru eða gera hana aðgengilega.Það geta allir gert mistök og fyrsta uppkast var mistök. Verri mistök eru hinsvegar fólgin að hunsa úrbótartillögur þeirra sem best þekkja til um útivist og náttúruvernd og er ekki annað að merkja en sú stofnun sem gæta á umhverfis og umgengnisréttar almennings hafi ekkert fram að færa en longutöng hægri handar þegar útivistarmenn bjóða fram hjálparhönd.
Mér finnst þetta argasti dónaskapur.31. október, 2004 at 12:40 #49050HrappurMeðlimurJá Vont er þeira ranglæti en verra er þeira réttlæti.
31. október, 2004 at 15:54 #490510405614209ParticipantKórrétt – þetta er fáránlegt.
Við Kalli sátum fundi hjá Samút ((Samtök útivistarfélaga (Ísalp, Jörfí, FÍ, Útivist, 4×4, LÍV, Fjallahjól, Kajak, hestamenn, stangaveiði o.fl) sem fékk í hendurnar drögin að frumvarpinu og skilaði síðan inn athugasemdum við.
Það var eiginlega blásið á allar breytingatillögurnar og það virtist vera fyrir kurteisis sakir að senda þetta til Samút og væntanlega búið að ákveða að hlusta ekkert á breytingatillögurnar. Þetta er stórundarlegt því að Samút samtök fólksins sem fer í fjallgöngur og notar þjóðgarðinn á einn eða annan hátt en ekki pólitíkusar að næla sér í rós í hnappagatið.Eins fáránlegt og það er þá er sérstök grein í lögunum sem segir að sauðfjárbeit sé heimil í Lakagígum. Ótrúlegt á meðan að fólk í fjallgöngum á að halda sig á gönguslóðum fær rollan að salla í sig gróðrinum o.s.frv.
Langisjór er sérstaklega settur út fyrir kortið svo að Landsvirkjun geti nýtt sér hann.
Sumt er gott í þessu en annað er alillt.
31. október, 2004 at 21:54 #490520801667969MeðlimurMargt ágætt sem þeir félagar Kalli og Halldór segja hér að ofan. Skil samt ekki þetta væl varðandi nokkrar rolluskjátur og smalamennskur í Lakagígum. Sauðfé í hófi gerir engan skaða a.m.k. miðað við átroðning ferðamanna. Svo eru smalamennskur einfaldlega hluti af gamalli hefð sem slæmt væri að glata niður. Sem betur fer eru menn farnir að snobba fyrir fjallferðum (leitum) og fleiri gömlum hefðum. Það veldur landinu varla skaða.
Einn á ullarbrók
1. nóvember, 2004 at 01:03 #49053HrappurMeðlimurÉg held að Árni ætti að skreppa upp að Hvítárvatni og skoða munin á girtu vernduðulandi og svo utan girðingar til að sjá hvaða áhrif ,,nokkrar rolluskjátur“ hafa á landið.
1. nóvember, 2004 at 08:20 #490540801667969MeðlimurHvítárvatn er langt utan minnar lögsögu, hef aldrei komið þangað og er ekkert sérstaklega á leiðinni þangað. Fyrir utan það þá er munur á svæðum þar sem menn hafa beitt í óhófi eða hófi. Eða girt og borið á innan girðingar en ekki utan og taka svo mynd af hinum skelfilegu nagdýrum sauðkindinni. Væri allt skógi vaxið í Lakagígum ef sauðfé hefði verið og yrði bannað innan hins nýja þjóðgarðs? Common.
Hvernig er annars með þá (ykkur) sem vilja endalaust dæla ferðamönnum til landsins og um allt land; sjá þeir aldrei þá eyðileggingu sem tvífætlingarnir valda með átroðslu í ýmsu formi, stíga- og mannvirkjagerð t.d. göngubrýr, bílabrýr, upphækkaðir heilsársvegir, sbr. Kjöl, Þórmörk, sjoppur og skálabyggingar um allt land o.s.fr. og o.s.fr. Þetta þykja mér miklu meiri landskemmdir en nokkur lamabspörð í lyngi.1. nóvember, 2004 at 08:51 #49055AnonymousInactiveÞessi gjörningur þ.e. þetta plagg sem Samút og fl. fengu til skoðunar var samið af einhverjum rykföllnum embættismönnum sem sitja á sínum rössum en vita lítið hvað er í raun að gerast. Þeim er stjórnað af hærri herrum eins og umhverfismálaráðherra og ráðaneitistjóra sem vita enn minna um málið. Halltur leiðir blindan og svo er að sjálfsögðu sjálfur Þjóoðgarðsvörður sem veit talsvert um málið en enginn þorir að styggja. Hann vill að sjálfsögðu tryggja SÉR eins mikil völd og kostur er sama hvort eitthvað vit sé í því eða ekki. Þetta er „typiskt“ dæmi um hagsmunapóitík í sinni bestu mynd. Ekki misskilja þessa menn og vera sárir þegar þeir vilja ekki hlusta á álit ykkar um þessi mál. Það var aldrei hugmyndin hjá þessum málum að láta svona smá hagsmumnafélög eins og Samút og Ísalp segja þeim fyrir verkum. Þeir eru eingöngu að uppfylla skyldu sinni um að kynna málið. Þeir ætla alls ekki að fara hlusta á rök. Eru þið vittlausir!!! þá gæti farið að vera smá skíma í málinu og það er ekki þeirra hugmynd. Hagsmunir skulu það vera fólk og ekkert annað . Með baráttukveðjum Olli
1. nóvember, 2004 at 09:20 #490560311783479MeðlimurAthyglisvert að þetta sé í raun og veru sýn ráðamanna.
Ég held að kominn sé tími til að við Íslendingar förum að taka upp alþjóðleg viðmið um hvað er þjóðgarður og hvað er ekki, sbr. í þáttum Ómars Ragnarssonar sem sýndir voru á rúv fyrir nokkrum misserum kom fram ýmislegt um hvað aðrar þjóðir hafa komið sér saman um hvað landspilda þarf að uppfylla til að geta talist þjóðgarður.
Mín skoðun er sú að við ættum að horfa til þessara viðmiða þegar við ákveðum hvað er þjóðgarður og hvað ekki. Held því að frekar væri vit að vanda til verksins og hafa frekar færri en þó þannig að þeir uppfylltu þessi viðmið og væru af myndarskap úr garði gerðir.
Þetta er klassískt dæmi um að stjórnmálamenn skilja ekki viðfangsefnið og taka ein sjónarmið fram yfir önnur. Að neita okkur um sæti í stjórn er gjörsamlega óskiljanlegt nú á tímum tísku þess að hafa umboðsmenn „notenda“, sbr. umboðsmenn Alþingis og íbúa Rvk.
Góðar stundir
Halli1. nóvember, 2004 at 10:37 #490570405614209ParticipantKannski liggur misskilningurinn hjá einföldum sálum okkar í því að við höldum að umhverfisráðherra eigi að vera umhverfisvænn. Setji landið í fyrsta sæti og svo þarfir okkar mannanna í annað sæti og svo rolluna í 3ja sæti.
Við einfeldingarnir skiljum ekki alveg að rollan er númer eitt, Landsvirkjun númer 2, bændur númer 3, fólkið númer 4 og landið númer 5.
Skjaldarmerki Íslands er náttúrulega löngu úrelt fyrirbæri með jötni, belju, dreka og erni. Í dag ætti skjaldarmerkið að vera bóndi, rolla, fjármálamaður og rafall og undirlagið á auðvitað að vera stíflugarður og umgjörðin rafmagnsstaurar.Kveðja
Halldór1. nóvember, 2004 at 10:57 #490580801667969MeðlimurSvona til að fullkomna skjaldarmerkið þá vatnar jeppa á 44″ dekkjum, rútu, jarðýtu og brúarsmiði og íslending með dollaramerki í augunum að rukka liðið sem stígur út úr rútunni og jeppanum. Ef einhverjir tröllríða landinu fyrir utan Landsvirkjun þá er það ferðaþjónustan með Vegagerðina í broddi fylkingar. Vegagerðin sér um veglagninar svo hægt sé að moka sem flestum tvífætlingum á sem skemmstum tíma milli staða. Ferðaþjónustan sér hins vegar um sjoppu-, hótel- og húsbyggingar á öræfunum ásamt því auðvitað að rukka fyrir.
Halldór er velkominn í sveitina.
Kveðja, Árni Alf.
1. nóvember, 2004 at 10:57 #49059KarlParticipantHvernig væri að þú sjálfur eða þá e-h dráttagari maður settist niður og útfærðir Hið Nýja Skjaldarmerki Lýðveldisins!
Hrappur -þetta er verkefni fyrir þig….Kort af þjóðgarðsísnum má finna á útiveru.is
Reglugerðin er á þessari slóð
http://www.ust.is/media/fraedsluefni/reglug_um_skaftafellstjodgard_281004.pdfKort af akstursbannsvæði er á heimasíðu Einars Kjartanssonr (Hann er bróðir Ísalparans „Jóa á hjólinu“ sem fór í frækinn hjólatúr með Tomma um árið…)
http://klaki.net/tmp/orafa_bann.png1. nóvember, 2004 at 11:34 #490600902703629MeðlimurAthugið það að Íslendingar hafa nú þegar selt sál sína fyrir peninga. Allt er falt!
Fjörður hér, fjall þar, dalur og klettaskorur allt er þetta lítill hluti af pókerspili stjórnvalda. Til landsins ryðjast risavaxin fyrirtæki og reisa spúandi stórverksmiðjur, – og hvað gerum við? – Ekki neitt!
Svo er stofnaður þjóðgarður. Bravó! En hver er tilgangurinn? Að vernda, að kynna, að uppfræða, að hampa….? Ó, nei 19. júlí 2002 lýstu Landsvirkjun og Alcoa yfir stuðningi sínum við stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Athugið, í þessu sambandi, að víða erlendis samhæfa menn vatnaflsvirkjanir og þjóðgarða og þar eru miðlunarlón jafnvel notuð til siglinga og þau felld inn í útivistarsvæði.
Nokkrar hræður úr útivistarbransanum á Íslandi, hjólandi, skíðandi, klifrandi eða ríðandi hafa ekkert að segja í þessa risa. Hér eru það peningarnir sem tala!
1. nóvember, 2004 at 13:04 #490610309673729ParticipantÍ fyrra voru gjaldeyristekjur Íslands af ferðamönnum 13,1% af heildar gjaldeyristekjunum. Hlutfallið fyrir stóriðjuna var 14,2% eða litlu meiri en af ferðamönnum.
Samgönguráðaneytið fer með ferðamálin. Þar er að því að ég best veit einn starfsmaður sem sinnir þeim málaflokki.
Iðnaðarráðaneytið fer með stóriðjuna. Það væri gaman að vita hversu margir starfsmenn þar sinna stóriðjunni? Ég hef grun um að þeir séu fleiri en einn.
Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Getur verið að ferðaþjónustan beiti sér bara ekki nóg?
Mér finnst nærtækara að við veltum fyrir okkur hvort Ísalp eigi að reyna (með veikum mætti) að láta rödd sína heyrast í umhverfismálunum. Ef ég man rétt þá var imprað á því óformlega á stjórnarfundi fyrir nokkrum árum án þess að nein niðurstaða næðist. Nokkrir voru með og aðrir lögðust gegn því.(Þeir sem lögðust gegn því hafa lífsviðurværi sitt af virkjanagerð án þess að það skipti svo sem einhverju máli)
kveðja
Helgi Borg1. nóvember, 2004 at 13:20 #490620405614209ParticipantEða eins og Kristín Irene segir:“Og hvað gerum við? – Ekki neitt“.
Það er ekki þar með sagt að þó að við höfum ekki gert neitt þá sé það óbreytanlegt lögmál. Við eigum að gera eitthvað. Útivistarfélögin erum með samtök – Samút – og þessi samtök finnst mér að eigi að láta heyra hressilega frá sér og taka afstöðu í málunum. Þetta er líklega einn stærsti þrýstihópur landsins og þessi hópur á ekki að samþykkja að það sé ekki hlustað á það sem hann hefur að segja.
Það hafa t.d. engar útskýringar fengist á því hvers vegna breytingatillögunum var hafnað. Þeim var bara ýtt út af borðinu.
Kveðja
Halldór1. nóvember, 2004 at 13:26 #49063AnonymousInactiveÞessir menn útskýra ekki sitt mál og mundu ekki geta það þó svo ólíklega vildi til að þeir mundu reyna það. Við Íslendingar erum seinþreyttir til vandræða en ég held að hér sé vert að staldra við og hugsa aðeins(ekki of lengi) og síðan bindast samtökum um að gera eitthvað. Það sem hið opinbera græðir mest á er sundurleiti þeirra hópa sem um ræðir þ.e. 4×4 arar, göngufólk, skíðafólk og hin almenni borgari sem hættir sér á þessar slóðir. Kannski vantar bara einn skeleggan forystusauð sem er nægjanlega þrautseigur til að standa upp í hárinu á þessum mönnum. Við þurfum eitt stykki Garðar eins og sumir hafa. Kveðja Olli
1. nóvember, 2004 at 14:06 #490640405614209ParticipantEinu sinni var náungi sem fékk aldrei neitt að borða nema hafragraut. Svo þegar hann var orðinn langþreyttur á þessu og fór að kvarta við mömmu sína þá keypti hún matarlit (nokkrar litaútgáfur) og litaði grautinn fyrir snáðann. Þetta dugði í nokkurn tíma þar til að hann fattaði að bragðið var hið sama þó liturinn væri annar.
Kveðja
Halldór1. nóvember, 2004 at 16:09 #49065HrappurMeðlimurEr byrjaður á hinu nýja skjaldarmerki, eftir tillögu Haldórs og áegjann Kalla. Þetta verður kannski ágætis bolur?
1. nóvember, 2004 at 16:12 #49066AnonymousInactiveÉg skal kaup eitt eintak!!!!! Er ekki Ísalp merkið líka þarna á???
Olli1. nóvember, 2004 at 16:26 #49067Jón HaukurParticipantÉg skal kaupa 5…. mér finnst nú að drekinn mætti halda sér á skjaldarmerkinu svona rétt til að gæta sammælis.
jh
1. nóvember, 2004 at 16:27 #490680405614209ParticipantAð sjálfsögðu kemur Ísalp merkið í staðinn fyrir Íslenska fánann. Þjóðin hefur hvort eð er tapað sjálfstæði sínu og hefur því ekkert við fánamænuna að gera.
Ísalp tekur forystuna í þjóðþrifamálum og okkar verður minnst sem fólksins sem hóf byltinguna.
Ég ætla líka að kaupa einn bol með nýja skjaldarmerkinu.Það er svo fundur hjá Samút annað kvöld (þriðjudag) og vonandi hífa menn upp um sig og hjóla í að rugga bátnum.
PS. Setjum bolinn fína líka í sölu í Fríhöfninni þannig að hugsandi túristar geti líka keypt
Kveðja
Halldór1. nóvember, 2004 at 18:27 #490690405614209ParticipantHmmmm.
Líklega hef ég rangt fyrir mér að við séum að blanda Ísalpmerkinu í skjaldarmerkið og tengja okkur þannig beint við ósómann. Ef til vill ætti logo Landsvirkjunar frekar að koma í staðinn fyrir fána Íslands!!!!!Kveðja
Halldór2. nóvember, 2004 at 22:12 #49070HrappurMeðlimurVeit einhver fallþungan af meðal ferðamanni? Datt þetta svona í hug þegar rómantísku hugsjónabændurnir eru altaf að röfla um einhverjar rollur og mikilvægi þeirra.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.