Hvernig var færið?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hvernig var færið?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45840
    Sissi
    Moderator

    Var püdder fyrir norðan hjá þeim fjölmörgu sem skelltu sér? Allsberar kjérlingar með bjór og sól í heiði, eins og alltaf fyrir norðan? Hvað er nýjast að frétta af Dr. Ívari? Var laminn ís?

    Siz (í prófum)

    #50076
    2906883379
    Meðlimur

    Það var ágætis færi í hlíðarfjalli um helgina, þó að snjórinn í troðnu brekunni hafi verið orðinn heldur lítill á sunnudaginn :) Ég varð hinsvegar ekkert var við þessar allsberu kjellingar…

    #50077
    Siggi Tommi
    Participant

    Ætluðum að glugga í ís á sunnudaginn en vegna hláku var ákveðið að sleppa því í bili. Ákváðum að dýfa jeppanum í gegnum klakabunka á lítilli á í staðinn og eyða deginum í að losa hann…

    Kíktum þó í kíki upp í Kistufellið á leið okkar framhjá Grafarfossi.
    Fossin sjálfur var heldur aumingjalegur en þó heill að því er virðist upp á brún eftir orginal leiðinni (lengst til hægri), eitthvað þynnri annars staðar en þó til aðrar línur upp á brún.
    Kókostréð (nokkur hundruð metra ofan við Grafarfossinn) er orðið hálfvaxið, komið ca. niður á stallinn í miðju hvelfingarinnar en verður vonandi komið með fulla reisn eftir nokkrar vikur.
    Vonum að það fari að frysta fljótt aftur svo þetta hverfi ekki allt saman…

    #50078
    Stefán Örn
    Participant

    TAT-bræður fóru mikinn á skíðasvæði Sauðkrækinga að Tindastóli um helgina. Færið var prýðilegt og allmikill snjór. Töldum við a.m.k. sjö allsberar kjérlingar servera Jägermeister og maka sólarlósjon á gesti svæðisins.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.