Mynd dagsins 23. apríl

Home Umræður Umræður Almennt Mynd dagsins 23. apríl

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45769
    1402734069
    Meðlimur

    Fjall þetta skiptir Svarfaðar- og Skíðadal. Við sjáum út Svarfaðardalinn og í fjarska má sjá Hrísey og enn lengra Gjögur og Látraströnd á fjörðum. Alpafílingurinn alveg í botni þegar litið er í kringum sig og á alla tindana!

    Hann er fagur Eyjafjörðurinn!!!!!!

    Heitir svo fjallið ekki Stóllinn og þegar ofar dregur Kerling? Það vantar alveg að við sjáum bergganginn þar sem klifurleiðinn Kerlingareldur er framan á.

    #47944
    0309673729
    Participant

    Þeir þekkja fjöllin sín norðanmenn. Myndin er tekin af Kerlingunni í norður. Til hægri og neðar á myndinni sést glitta í topp Stólsins.

    #47945
    AB
    Participant

    Þess má svo geta að Svarfaðardalur ( + Skíðadalur )er fallegasti dalur í heimi. Þannig er nú það.

    Andri.

    #47946
    3112725199
    Meðlimur

    Ég er ánægður með að sjá mitt uppáhalds fjall vera vera á forsíðu í ca. annað hvert skipti sem ég kíki hingað….sem er kannski ekki oft. Hef þvælst á toppinn eða á aðra staði á fjallinu í flestum aðstæðum og veðrum t.d. við extreme rolluleit ;)..og held ég að skiptin séu orðin ca. 20. Það var t.d. virkilega gaman að sitja á fremsta bekk þegar Jökull og Stefán klifruðu upp bergganginn þarna um árið.

    P.s. Andri fær mörg stig fyrir fögur orð um dalinn

    Börkur SVARFDÆLINGUR!

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.