Þau Kitty Calhoun, Jay Smith og Pat & Dawn Ormond hafa dvalið í góðu yfirlæti á Ísafirði síðustu daga. Þau hafa verið að raða inn nýjum leiðum í Dýrafirði. Ég og Danny (,,Kanadi“ sem býr hér) fórum með þeim í gær inn í Hestfjörð að tékka á flottum mix vegg en það var of hlýtt og leiðinda slydda.
Fórum þá í Önundarfjörð að tékka á gömlu prósjekti en þar var kaf snjókoma og spýjur á fimm mínútna fresti niður ísleiðirnar. Fórum þá bara í frekari bíltúr að tékka á nýju stöffi.
Bauð þeim svo í mat í gær og Jay sýndi okkur myndir úr Garðshvilft í Dýrafirði. Svakalega sexí 70 metra leiðir þjappaðar saman á litlu svæði. Þau sögðu að ef þetta svæði væri í henni Ammmeríku, þá væri biðröð allar helgar. Þau fóru aftur þangað snemma í morgun til að bæta í safnið. Nú er logn, mínus tvær og snjókoma.
Veit einhver hvað varð um ítalina sem voru í ísvandræðum?
kv, rok