NÝTT á Telemarkhelginni – Barnagæsla
Nokkuð hefur borið á spurningum í tengslum við barnagæslu yfir Telemarkhelgina, hér verður þeim spurningum svarað eins og hægt er.
Þeim keppendum sem mæta með börn sem þarfnast gæslu á meðan þeir etja kappi við andstæðinginn í brautinni á laugardag eða sunnudag verður boðið upp á slíka ,,yfirsetu”, – keppendum að kostnaðarlausu.
Auk þess getur stjórn Telemarkhelgarinnar útvegað þeim keppendum sem vantar barnagæslu fyrir laugardagskvöldið.
En aðeins ef það er gert í tíma.
Áhugasamir hafið samband við stjórn Telemarkhelgarinnar – í síma 4613161 á milli 8:00 -12:00 (fyrir hádegi ) fram að helgi.
Vinsamlegast hafið nauðsynlegar upplýsingar um barnið/börnin á reiðum höndum.
Hugsum fyrir öllu