- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
15. febrúar, 2007 at 20:47 #455100801667969Meðlimur
Sat aðalfundinn í gær. Óska nýjum formanni og nýrri stjórn góðs gengis. Er mjög svo sammála margri þeirri gagnrýni sem þar kom fram. Samt sem áður þá er það mitt mat að menn hafi sumir hverjir farið aðeins yfir strikið hvað varðar gagnrýni á frammistöðu forvera sinna. Hin nýja stjórn virðist samsett úr hagsmunahópum úr ólíkum áttum og ætti því að geta mjög góða hluti.
Kv. Árni Alf.
15. febrúar, 2007 at 21:19 #511302806763069MeðlimurHlakka til að sjá fundargerðina. Það er mín skoðun að þrátt fyrir að ársritið hafi ekki komið út í nokkurn tíma hafi fráfarandi stjórn staðið sig með miklum ágætum. Fráfarandi formaður var að öðrum ólöstuðum frábær fulltrúi fyrir klúbbinn og á að mínu mati stóran þátt í fjölgun félaga.
En það er gaman að heyra að menn bera hag klúbbsins fyrir brjósti og ég hlakka ekki síður til að lesa væntanlegt ársrit.
Ívar
15. febrúar, 2007 at 22:05 #511311908803629ParticipantÉg er einn af meðlimum nýrrar stjórnar og tek ég því ábendingar Árna vel til greina. Ég held þó að við öll sem komum með hugmyndir að breyttum áherslum höfum fyrst og fremst verið að horfa fram á við og einblína á að gera gott betur.
Hafi mín orð verði mistúlkuð þannig að ég hafi verið að gagnrýna störf fyrri stjórnar þá biðst ég afsökunar á því. Ljóst er að heilmargt gott hefur verið unnið af þeim og munu okkar störf byggja á þeim góða grunni sem hefur verið lagður af fyrirverum okkar.
Annars þakka ég fyrir jákvætt viðhorf til nýju stjórnarinnar. Við ætlum að leggja línur fyrir áherslur ársins mjög fljótlega og verður það kynnt á vef Ísalp ásamt kynningu á meðlimum stjórnarinnar.
15. febrúar, 2007 at 22:26 #511320311783479MeðlimurÖrlygur reif góðan gang í kúbbinn og á heiður skilið fyrir það. Óska nýrri stjórn til hamingju með kjörið.
sjáumst á festivalinu.
kv.
Halli15. febrúar, 2007 at 23:55 #51133SissiModeratorJamm, vonum að Örlygur hætti ekki sem fjölmiðlafulltrúi þrátt fyrir að hafa tekið sér frí frá formennskunni.
Þakka gömlu gott starf og við nýju segi ég: HVAR ER ÁRSRITIÐ
Hehehehe
Siz
16. febrúar, 2007 at 07:48 #511342806763069MeðlimurÞað er mín tilfinning að sportklifur og Ísalp hafi með árunum verið að fjarlægast hvort annað. Vonandi verður það að hafa nokkrar ,,æfinga rottur“ í stjórninni til að bæta úr þessu. Svo maður vitni í öflugasta ísklifrara Íslendinga fyrr og síðar þar sem hann var að klifra 3gr. í Glymsgili: ,,Þetta er allt klifur!“
Styð því allar hugmyndir um að koma á Klettafestivali (aftur) og það má þá líka endurvekja Hnappavallaglímuna og Rauðhöfðahlaupið!
Og svona þar sem ég er farinn að skipta mér af:
Sakna þess að sjá gönguskíðaferðir á dagskránni og held einnig að menn ættu að gera eitthvað fyrir sívaxandi hóp þeirra sem stunda fjallaskíðun (samheiti yfir það að labba á fjöll á skíðabúnaði hverskonar með það að markmiði að renna sér niður aftur, konur eru líka menn, en menn eru ekki konur).Spennandi tímar framundan!
Kv. Ívar
16. febrúar, 2007 at 08:53 #511350703784699MeðlimurÉg sem hélt að gagnrýni mín hefði verið túlkuð sem skemmtiatriði á aðalfundinum?
En þau atriði sem ég vitnaði í voru ekki sérstaklega beint að fyrri stjórn, heldur allt síðan að klúbburinn byrjaði að dala uppúr ´97 eða fyrr og að félögum sem bíða eftir að hlutirnir gerist í staðinn f. að koma og leggja sitt á vogarskálarnar (ég þar með talinn). Síðustu árin í Mörkinni voru orðin ansi dræm og ekki batnaði það með því að færa sig í núverandi aðstöðu. Netið hefur líka haft sín áhrif, nú fá allir sitt beint í æð af veraldarvefnum, nema kannski persónuleg samskipti sem að mínu mati eru mjög mikilvæg og hafa dalað nema á einstaka viðburðum einsog festivölum og myndasýningum.
Vil ég nota tækifærið nú og þakka Örlygi, Stebba og öðrum sem hafa starfað ötullega í mörg ár f. gott starf. Vandi núverandi stjórnar er sá sami og þeirrar fyrri, þeas ársritið . En að öllu gamni sleppt að þá er það raunin nú á 21 öldinni að fólk hefur minni tíma í klúbbastarf en vill fá meira útúr því, minni tími hjá öllu, allir svo uppteknir af dagskránni á Skjá Einum. Ég tel að aðalhlutverk stjórenda er að virkja aðra með sér. Það kemur aldrei út ársrit nema að aðrir en stjórnarmeðlimir sjái um það, og stjórn sjái um að reka á eftir því og sjá til þess að það sé gert. Krafturinn sem leystur var úr læðingi f. þennan aðalfund ætti að nýta og reyna að drífa klúbbinn uppúr þeirri lægð sem hann hefur verið í, og er það kjörið starf nú á 30 starfsári. Sérstaklega þótti mér gaman að sjá styrktarsjóð Cintamani settann á stokk, eitthvað sem hefði mátt vera búið að gera f. löngu.
Ég var reyndar ekkert að grínast með það þegar ég sagði að það væri nú lágmark að vera með 10 fundi á ári, og ef fólk væri að bjóða sig fram og ætlaði bara að mæta á 4 að þá gæti það allt eins sleppt þessu. Það sér það hver viti borni maður að ef heill klúbbur á að vera rekinn á 4 fundum (sennilega 10 tíma vinna í það heila) að þá kemur ekki mikið útur því. Ég myndi leggja til að meðan að ný stjórn er virk og áhugasöm að hittast minnst á tveggja vikna fresti og reyna að framkvæma meira en að tala á fundum. Fá síðan nefndir (ritnefnd t.d.) til að hitta þau reglulega og fara yfir mál, og ef til vill klára einhver mál á fundum en ekki bara opna ný.
Annars að þá bíð ég mig fram í skemmtinefnd og vonast til að fá einhverja góða með mér ef ég fæ brautargengi stjónar í nefndina, og er þetta innlegg núna áframhald af þeirri skemmtun sem haldin var á aðalfundinum. Núverandi formaður talaði um það í framboðsræðu sinni að auka á hitting, t.d. eftir klifur sem væri vert að athuga. Ef einhver efast um hæfni mína til setu í skemmtinefnd að þá get ég sagt að ég er góður að stýra stólaleiknum sem var vinsælasta atriði árshátíðarinnar og jólaglöggsins til margra ára.
Annars að þá er margt og mikið starf framundan hjá stjórn, ársritið títtnefnda er á allra vörum en einnig mætti ….auka samstarf við erlenda alpaklúbba, vert er að minnast þess að árlega var farið að hitta franska alpaklúbbinn á klifurviku í Chamonix (lesa má um það í ársritinu, en Kalli Ingólfs, Gummi Tómasar og Tommi Júl fóru eitt árið), passa sérstaklega uppá það að stórir atburðir einsog festivöl detti ekki uppfyrir (veit að aðstæður skipta máli en alltaf má gera ferð úr öllu, taka smá mix ef enginn ísinn er en aðalatriðið er að missa ekki fasta árlega atburði úr dagskrá einu sinni, hver veit hvenær það getur gerst f. Telemarkfestivalið ef þeir góðu menn sem halda því á lofti núna missa móðinn), hraða-ísklifurkeppnin í turninum var góð hérna um árið, útgáfa Topo-a bæði á íslensku og ensku (kannski nóg á ensku?) og gaman væri að sjá það koma á netið einsog svo víða er (við erum nú búin að fá styrk f. það og því ætti að borga mönnum f. að klára það, því miður að þá er alltaf minna og minna um það að menn vinna sjálfboðastörf), útgáfa félagsskírteina þarf að vera taktföst (og hugsanlega með góðum afsláttum í búðum), árshátið og jólaglögg eiga hafa fast sæti (og þá ættu menn að spyrja sig af hverju bara 3 mættu, léleg tímasetning, illa auglýst eða annað?)….en þetta er svona það helsta sem mér kemur til huga núna, og ekki vil ég hafa þetta of langt heldur, en til að maður sjái hag sinn í að borga árgjald að þá þarf aðeins að spýta í lófana,
Þessi skrif eru ekki illa meint heldur vonandi til þess að sparka í rassa og í von um að sjá annars góðan klúbb ekki kvoðna niður,
Himmi a.k.a. Gimp
16. febrúar, 2007 at 10:36 #51136Stefán ÖrnParticipantÓska nýrri stjórn góðs gengis og þakka þeirri gömlu fyrir prýðileg störf.
Hils,
Steppo17. febrúar, 2007 at 17:44 #511371606805639MeðlimurÞetta eru ágætis skrif og ástæða til að þakka öllum hluteigaðandi. Það hafa verið ágætissprettir á klúbbnum og ýmislegt gengið vel en annað illa, sérstaklega nefndarstörf. Ef það tekst að manna nefndirnar þá er klúbbnum allir vegir færir. Nefndarstarfið var hlutur sem gamla stjórnin rækti ekki nógsamlega. Þar hefði stjórnin átt að sýna frumkvæði talsvert fyrr en raun bar vitni. Góðu fréttirnar fyrir nýja stjórn er hins vegar að líklega þarf ekkert stórátak til að manna nefndirnar. Bara eftir eitt einasta tölvubréf fyrir nokkrum vikum þar sem nefndirnar voru kynntar – bárust strax tvö nefndarframboð. Að auki er þegar búið að manna uppstillinganefnd á aðalfundinum. Þannig að þetta er allt í áttina. Vefnefnd undir stjórn Helga Borg hefur þó aldrei bognað og líka þarf að þakka Bárði Árna fyrir að þrauka í skálanefndinni.
Ein athugasemd: Fjölmiðlafulltrúi klúbbsins er auðvitað sá sem kemur fram fyrir hönd klúbbsins í fjölmiðlum þ.e. formaður á hverjum tíma. Og þar er minn tími búinn. En Sissi á væntanlega við að ég muni halda áfram að hamra inn fjallafréttir í Moggann okkar. Og það mun ég gera, engin spurning. Eitt skemmtilegasta dæmið úr þeim geiranum var auðvitað grein um tímamótaferð þeirra Ívars F. og Einars í Hofsnesi á Þverártindsegg um árið. Þá var extra gaman að vera í vinnunni.
Sjáumst heil og hress.17. febrúar, 2007 at 18:04 #511381704704009MeðlimurSorrí Vilborg mín. Enn eina ferðina gleymdi ég að logga mig inn á réttu nafni…
17. febrúar, 2007 at 18:17 #511391709703309MeðlimurÓska nýju stjórn velfarnaðar í starfi.
Með kveðju,
Stefán Páll Magnússon
ex gjaldkeri -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.