Ísklifur undir Eyjafjöllum.

Home Umræður Umræður Almennt Ísklifur undir Eyjafjöllum.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45465
    Anonymous
    Inactive

    Við fórum Palli, ég og Ingvi að klifra undir Eyjafjöllum og er mikið af ís þar. Flest allar leiðir í góðum aðstæðum. Við fórum Skoruna sem er lengst til hægri í ísþilinu þar sem Paradísarheimt er. Það er skemmst frá að segja að við fengum alveg ótrúlega góðan ís og leiðin er slíkt klifurkonfekt að það var hreinasta unun að klifra hana. Leiðin var farin í 60m spönn síðan tæplega 50m og síðan rúmlega 30m upp á toppsylluna. Veður algert æði og getum við ekki annað en mælt með þessu. Ég var hreinlega búinn að gleyma hversu ótrúlega mögnuð þessi leið er. Umhverfið alveg frábært í skorunni, þröngur lóðréttur strompur með lóðréttum ís en fínar stórar syllur þar sem hægt var að tryggja.

    #49349
    1110734499
    Meðlimur

    skoran/kverkin er flott leið með heilmikinn karakter. en olli, þegar klifrað er upp skoruna/kverkina er á vinstri hönd langt lóðrétt ískert í efri hluta ísþilsins, sennilega einir fimmtíu metrar og nær upp á brún. hefur þetta kerti verið klifið ?

    kv. dagur

    #49350
    Páll Sveinsson
    Participant

    Búinn að horfa á kertið í moooorg ár. Aldrei þorað. Kanski kemur að því einn daginn. Neee það má einhver annar fara það. Ófarið að ég best veit. Skelti nokkurm myndum inn á mínar síður.

    Þetta var góður dagur til klifurs. Ekki annað gera en skella í sig nokkurm bjórum til að vera klár í rottuholuna á morgun.

    Palli

    #49351
    Anonymous
    Inactive

    Þetta kerti eða réttara sagt þessi lína er óklifruð og hún er öll rennandi í vatni og krapi svo sá sem klifrar þetta verður að hafa sundfit. Það er sennilegt að einhver eigi eftir að fara þessa línu í framtíðinni enda alveg grand lína.

    #49352
    Ólafur
    Participant

    Er ekki réttast að þú dustir rykið af græjunum og klárir þetta bara sjálfur Dagur?

    Kv – ÓliRaggi

    #49353
    1110734499
    Meðlimur

    græjurnar eru í góðu standi og fá eflaust litla hvíld hjá núverandi eiganda. það þyrfti frekar að dusta rykið af fyrrverandi eiganda þeirra, hann er svipur hjá sjón !

    kv. d

    #49354
    1110734499
    Meðlimur

    EKKI svipur hjá sjón öllu fremur.

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.