Námskeiðið Ísklifur I verður haldið sunnudaginn 9. janúar á vegum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og Ísalp. Leiðbeinandi verður Ívar F. Finnbogason.
Mikill áhugi hefur verið á þessu námskeiði en fjöldi leiðbeinanda og sá búnaður sem ÍFLM hefur yfir að ráða takmarkar nokkuð þátttöku. Áhugasömum er því bent á að skrá sig og greiða námskeiðið sem fyrst.
Skráning fer fram á skrifstofa ÍFLM eða í síma 587 9999 eftir 12:30 á virkum dögum.
Járnabúnaður sem nemendur þurfa á að halda er innifalin í námskeiðisgjaldi en einnig verður hægt að leigja Scarpa Vega plast skó á 1.000kr/daginn. Þátttakendum er þó bent á að koma með þann jarnabúnað sem þeir eiga til að venjast notkunn hans.
Verð á námskeiðinu til félaga í Ísalp er 7.000kr en annars 15.000kr.
Námskeiðið verður haldið annað hvort í ísfossi í nágrenni Reykjavíkur eða í jökulís á Sólheimajökli. Mælst er til þess að þátttakendur komi á eigin bílum eða sameinist um farskjóta þar sem flutningur er ekki innifalinn í námskeiðisgjaldi.
Kveðja,
Ívar
ivar@mountainguide.is