Ég vil minna á klifurkvöld sem haldið verður í Vashamri á miðvikudaginn 25. júní. Þetta kvöld er haldið í nafni betra kynsins en að sjálfsögðu ættu allir að reyna að mæta hvort sem þeir eru kvenkyns, karlkyns eða hvorukyns. Ég hvet stelpurnar eindregið til þess að fjölmenna á staðinn. Það er aldrei að vita nema að kvenkyns fjöldamet verði sett í klettaklifri á Íslandi??