Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Stuð í Stardalnum?
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
27. ágúst, 2006 at 15:29 #45409SkabbiParticipant
Á ráfi mínu um fjallasíður netsins rakst ég á vægast sagt óhugnanlega lýsingu á klifurferð sem „Fjalla-Teamið“ fór í Stardalinn nú fyrir skemmstu.
http://php.internet.is/gummistori/lesa_frett.php?id=69
Þegar menn hafa litla reynslu í klettaklifri er áríðandi að menn viti vel hvað þeir eru að gera, annars er voðinn vís.
Stardalur hefur ekki haft það orð á sér að bergið sé mjög laust í sér. Þvert á móti eru þar hátt í 100 skráðar leiðir sem allar þykja í traustari lagi, margar hverjar eru klifraðar margoft á hverju sumri án þess að úr þeim hrynji.
Ég vil því gauka því að „Fjalla-Teaminu“ að leiðarvísar að öllum helstu klifursvæðum landsins fást í Klifurhúsinu. Þeim fylgja gráður leiða og stutt lýsing. Einnig eru reyndari félagar Ísalp vísir til að gefa góð ráð um leiðarval og útbúnað sé til þeirra leitað.
Ekki drepa ykkur strákar, íslenskir klifrarar eru ekki það margir, okkur munar um hvern mann.
Skabbi
27. ágúst, 2006 at 17:27 #50608ABParticipantAf myndunum að dæma gerist þetta í vestari hnjúknum. Þar hafa nýlega verið boltaðar nokkrar leiðir en þar eru engar skráðar dótaleiðir og bergið ekki mjög hentugt til slíks klifurs, sérlega ekki í samanburði við Stardalshnjúkinn sjálfann.
En það virðist vera svo gaman hjá Fjalla-Teaminu að þeir geta meira að segja hlegið dátt, sekúndum eftir að þeir sleppa naumlega við stórslys eða dauða, sbr. frásögn á téðri síðu.
Sumir tapa bara aldrei gleðinni! Það er samt vissara að tapa ekki lífinu. Leiðarvísar geta komið þar að gagni.Annars held ég að það sé furðulega algengt að byrjendur haldi að vestari klettaborgin sé aðal klettasvæðið. Man að ég fór þangað í fyrstu ferð í Stardal og hef heyrt af fleirum gera sömu skyssu.
AB
28. ágúst, 2006 at 19:31 #50609Gummi StParticipantSælir og takk fyrir ábendingarnar..
Ég vill kannski byrja á að taka það fram að ég var sjálfur ekki í þessari tilteknu ferð, þar sem ég var staddur í Kerlingafjöllum og get því ekki svarað fyrir þetta tiltekna atvik.
En þetta er auðvitað dáldið crazy, og ég efast stórlega um að þetta hafi verið svona fyndið eins og greinin sem Addi skrifaði gaf til kynna, en hvað veit maður..
Við erum búnir að vera að þræða Valshamarinn dáldið undanfarið, bæði með dóti og án. Þetta togaði eitthvað í þá pilta að fara þangað í dótaklifur og þetta var útkoman.Ég veit nú til þess að umræddur aðili keypti sér leiðarvísi, en ég veit hinsvegar ekkert um hvort hann hafi verið notaður eða hvað, en allavega má auðvitað draga lærdóm af þessu og ein af meginástæðunum að ég heimilaði birtingu á þessu var að fá svona comment og líka kannski svoldið til að aðrir sem eru í þessu fái að vita að þetta er ekki hættulaust.. en alls ekki til að meina að einhver sé „stoltur“ yfir þessu eða að þetta hafi verið „skemmtileg lífsreynsla“ eða eitthvað í þá áttina!
Ekki hika við að spyrja ef það er eitthvað, ég bendi þeim á ykkar comment sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið!
Ég held nú reyndar líka að margir eigi sambærilegar reynslur sem þeir liggi mjög fast á, en það er örugglega mjög viðkvæmt umræðuefni.
bestu kveðjur,
Gummi St.29. ágúst, 2006 at 14:12 #50610Siggi TommiParticipantÞað hafa nú varla margir lent í svona kröppum dansi…
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.