Við Stefán Smára dustuðum rykið að rakknum, smurðum ryðgaða gammla liði og fórum í leyfisleysi tilsjónarkvenna okkar upp í dalinn í dag. Eftir að krúxinu var náð (brekkunni uppeftir) var fínt veður til klifurs. ´Hissa vera einir þarna á ferð. Þetta töldum við vera sönnun á fyrsta lögmáli Newtons um að massi (rassinn) haldist í óbreyttu orkuástandi (á sófanum) nema að utanaðkomandi kraftur verki á hann (grobb á netinu)