Fór suð-vestur hrygginn á Kistufellinu í gærkvöldi. Það vakti furðu mína að eftir hlýjindi síðustu viku finnast enn harðpakkaðar snjólænur sem henta vel í snjóklifur. Þ.e. í vesturbrúnum fjallsins við Gunnlaugsskarð. Fínt fyrir þá sem sakna vetrarins og eru of uppteknir í próflestri eða við bleyjuþvott til að fara langt frá bænum.
Hvernig skildi ástandið verða í norðurhlíðum Esjunnar?