Jæja nú fer þetta að bresta á.
Utanbrautarbandalagið stefnir að sjálfsögðu í rennsli. Vegfarandi sagði mér að norðuhlíðar Esju væru girnilegar.
Svo má líka skoða Skarðsheiðina. Legg allavegana til að við förum í þá átt og reynum að finna góðar lænur.
Hittumst við Klifurhúsið kl. 8.
Af ísklifri: Hef heyrt að stefnan sé tekin inn í Múlafjall og að allir sem eitthvað hafa snert á ísklifri séu þangað velkomnir. Hist við Klifurhúsið kl. 8 í fyrramálið.
Af glöggi: Heyrst hefur að Giljagaur ætli að eyði nóttina í að malla jólaglögg.
Endilega skráið ykkur á dagskrár síðunni. Hvort sem er í skíði, ís eðg glöggið.
Munið svo eftir snjóflóðakitti og að allir eru á eigin ábyrgð í ferðum á vegum ÍSALP.