Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Dalurinn hans Eilífs
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
22. apríl, 2004 at 23:29 #45159Siggi TommiParticipant
Jæja, ekki byrjaði sumarið verr hjá okkur Robba en svo að við skelltum okkur snemma í morgun í sumardags-fyrsta-klifur í Eilífsdal. Höfðum aldrei farið þangað áður og leist vel á stálið strax frá bústaðabyggðinni við Valshamar.
Upphófst þá 3,5km tölt með nokkur hundruð metra hækkun í lokin upp í ísinn. Hitinn var óbærilegur framan af enda blankalogn og brakandi sól og blíða (maður á nú ekki að kvarta yfir því en svitinn var bara tú möttsj).
Nú við vorum að spá í að skella okkur í Einfarann en svo ákváðum við að prófa eitthvað flottara og glugguðum á Tjaldsúlurnar. Smelltum upp fleyg í grjótið undir þeirri syðstu og bröltum upp í tveimur hálfum spönnum upp að klettaþilinu ofan hennar. Okkur leist ekki alveg nógu vel á stóra kertið í miðjunni, þá hugaðri menn hefði eflaust paufast upp það. Það var um 1,5m á breidd og tæpur metri á þykkt og rigndi mikið úr því og í kringum það. Í staðinn fórum við upp gríðarskemmtilega línu um 5m hægra megin við kertið. Var þetta létt 3ju gráðu brölt upp að stálinu, sem var um 10m þverhnípt og drulluerfitt fyrir okkur aukvisana (viðurkennum að hafa aðeins hvílt okkur á tryggingum) og svo tók við 10m 3ju gráðu cruise upp í topp fossins.
Ísinn var yfirleitt helvíti góður þó hann hafi verið dálítið blautur á köflum (einkum í stóra kertinu) og stundum eilítið holur undir. Þegar leið á daginn og hlýnaði fór þetta að verða svolítið blautt en samt allt í góðu lagi (verra að skrúfurnar bráðna fljótt út!!). Hinar tjaldsúlurnar buðu upp á þokkalegan ís, sú í miðjunni virtist góð nyrst og sú nyrsta var mjög glæsileg þó við höfum ekki þorað í hana. Ofan súlnanna var ekkert að hafa. Þilið var samfellt upp en við fórum ekki nógu nálægt til að skoða ísinn. Steppó og Halli laumuðust upp Einfarann án þess að við sæjum þá fyrr en eftir bröltið og sneru þeir við eftir helminginn en sögðu að hægt hefði verið að fara alla leið upp (það var þunn rás sem tengdi fossinn við hengjukerfið efst.
Þegar leið á daginn fór grjóthrun að verða helvíti skuggalegt og fengum við nokkra smásteina í okkur þó engin slys hafi orðið. Einn gaur á stærð við handbolta lenti um 1m frá okkur þegar við vorum að pakka saman til að fara heim. Mæli því með að menn fari um svæðið með varúð. Snjóbrekkurnar undir súlunum og Einfaranum urðu nokkuð blautar þegar leið á daginn og hafði t.d. sæmilega vegleg snjóspýja fallið niður Einfarann tiltölulega nýlega.
Þetta var s.s. mikil spekt enda staðurinn alveg magnaður! og nú fer líklega hver að verða síðastur að grípa síðustu ísdagana þarna innfrá!! (passið ykkur á mýrunum
Góða skemmtun!23. apríl, 2004 at 16:33 #48689HrappurMeðlimurpassið ykkur á fjöllunum og bílunum og öllum grænu dílunum
23. apríl, 2004 at 16:59 #486900311783479MeðlimurEins og Siggi segir þá fórum við Steppo í Einfarann í gær, eftir að hafa tekið fyrstu ísspönnina þá snérum við við, fallnir á tíma og ekki var grjóthrunið til að hvetja mann áfram enda heyrði maður oft í þeim án þess að sjá þá. Brakandi blíða var í dalnum allan daginn og mældist hiti 13°C á suunto-inn í forsælu. Vorum við fóstbræður þá sammála um að tími væri kominn til að leggja söxunum og taka tútturnar fram í staðinn.
-kv.
Halli3. maí, 2004 at 11:07 #48691Siggi TommiParticipantFór í krassanovv ferð með Maríu í N1 í HSSR í Eilífsdalinn í gær (sunnudag 2. maí) og það var voðalega fínt. Skítakuldi og rok með hríð á köflum og við príluðum bara eina stutta spönn upp Einfarann.
Fínn ís undir 5-10cm morknu dóti – gott að klifra það en drulluerfitt að mylja frá því til að koma skrúfum í hart. Það virtist nú ennþá vera sæmilegt líf eftir í Einfaranum en t.d. Tjaldsúlurnar voru flestar hrundar – bara þessi nyrsta var heilleg. Það hafði líka hrunið töluvert af ísblokkum úr Einfaranum en tvö stór 3ju gráðu þil enn heil og við fórum í það syðra.
Vegna veðurs og almenns aumingjaskapar nenntum við ekki að brölta upp slabbið ofan við höftin þó það hefði eflaust verið fínt. Mér sýndist vera hægt að fara upp á topp inni í horninu nyrst í Einfarahvelfingunni. Stallar með slatta af ís á en spurning hvort hægt hefði verið að tryggja eitthvað af ráði.
Spurning hvort hægt verði að fara þarna í brölt næstu helgi… -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.