Telemarkhelgin 16. – 18. mars 2007

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin 16. – 18. mars 2007

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45082
    0704685149
    Meðlimur

    Nú er undirbúningurinn fyrir Telemarkhelgina enn á ný, kominn á fullt.
    Áróðusmaskínan er að hrökkva í gang.

    – Lokaviðræður og samningatarnir við styrktaraðilar nú á hverjum degi.
    Maður er gjörsamlega búinn að selja sál sína til að koma sem flestum norður.

    – Ráðgjafateam, ferðaþjónustuaðilar og útivistafyrirtæki, allstaðar af landi, lyfta grettistaki til að allt gangi upp og skipulagning Telemarkshelgarinnar 2007
    verði sem best.

    – Athugið að enn er tekið við skráningum á Telemarkhelgina hér á ISALP-síðunni. Það eru nærri 40 manns búnir að skrá sig þegar allt er talið, þótt talan sýni annað.

    – Ég hvet sem flesta að skrá sig sem fyrst, hvort sem menn ætla að keppa eða bara taka þátt í gleðinni. Fjöldatalan er nauðsynleg svo við sjáum hvað við þurfum stóran skemmtistað og mikinn mat fyrir Telemarkhófið.

    – Það sem af er mars hafa snjóalög verið eins og best gerist á meginlandinu.

    – Munið – búningakeppnina. Allir hvattir til að mæta í búning á laugardaginn. Bæði Einstaklingskeppni og Liðakeppni. Síðustu ár hefur varla verið hægt að gera greina mun á hörkuni í búningakeppninni eða á skíðunum, milli liða.

    -Nýung – Nú geta fjallaskíðamenn tekið gleði sína, því á sunnudaginn verður þeim boðið að taka þátt í keppni með telemarkliðinu í ,,Fjallaskíðunarkeppni“.
    -Munið að taka skinnin með ykkur. Það verður keppt í kvenna- og karlaflokki á sitthvorri skíðategundinni. Keppni þar sem keppnisgleði og skemmtun ráða ríkjum.

    -Síðan eru fastir liðir eins og venjulega, stökkkeppnin á föstudagskvöldið, samhliðasvigið og svo rauðhærðir á móti rest í Þelamörk…

    – Alltaf sól og snjór fyrir norðan yfir Telemarkhelgina. Alveg sama hvað veðurfræðingarnir ljúga…veðurfar er hugafar…

    kveðja
    Bassi og Böbbi + aðstoðaliðin öll sömul

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.