Daginn.
Banff sýningin í gær heppnaðist stórvel og fólk var mjög ánægt. Rúmlega 300 manns voru viðstaddir sýninguna.
Í kvöld heldur hátíðin áfram og vonandi að sem flestir mæti aftur. Athugið að uppröðun á dagskránni hefur örlítið verið breytt ásamt því að Cracking the Canyon hefur verið felld út.
Á dagskránni eru:
The Essence of Adolescence (Skíði, snjóbretti, hjólabretti, BMX), 7 mínútur. Adrenaline factor: high
Eastern Tide (klifur/bouldering), 30 mínútur, adrenaline factor: low
MX (Mixað ísklifur – hörku mynd), 38 mínútur, Adrenaline factor: high
Ísklifurfestival 2000 í Öræfasveit (ísklifur), 6 mínútur, Adrenaline factor: medium
Hlé
Mountain men – The Mystery of MckKinley (klifur), 49 mínútur, adrenaline factor: low
Riders Anonymous (Fjallahjól), 36 mínútur, Adrenaline factor: high
Gordon Wiltsie (Menning), 8 mínútur, Adrenaline factor: low
Ísklifurfestival 2000 í Öræfasveit (ísklifur), 6 mínútur, Adrenaline factor: medium (endursýning).
Sjáumst hress í kvöld.
Góða skemmtun.