Jæja.
Það lítur sannarlega ekki vel út með að hægt verði að halda ísklifurfestivalið á áður auglýstum tíma. Ekkert annað í stöðunni en að auglýsa frestun.
Allar aðstæður eru hinar verstu og ekki lítur út fyrir að veðrið breytist í bráð. Áfram er spáð hlýindum og úrkomu um allt land.
Ef sumarið er ekki þegar komið og það fer að frysta aftur þá verður blásið til festivals með skömmum fyrirvara og valið svæði þar sem ís verður að finna. Veðurguðirnir ráða ferðinni.
Kveðja
F.h. Stjórnar Ísalp.
Halldór formaður