Talandi um létt, hratt og hátt.
Hér er kominn nýr contender.
Kilian Jornet er fjallahlaupari/fjallaskíðari sem er búinn að vinna nokkurn veginn öll fjalla/ultra-hlaup í boði og er aðeins 25 ára. Hann er núna farinn að huga að stærri toppum og ætlar að setja hraðamet á Elbrus og mæta á Everest eftir nokkur ár (veit ekki með hraðamet þar reyndar).
Sem dæmi um afrek hans, þá setti hann hraðamet upp á Mont Blanc (Innominata, 1000m D V+, Ítalíumegin, alveg neðan úr Courmayeur) á 6 tímum og 17 mínútum. Hljóp svo niður til Chamonix og var kominn niður í bæ á samtals 8 tímum og 43 mín (Courmayeur-Mt. Blanc-Chamonix s.s.).
http://www.trailrunnermag.com/people/culture/433–jornet-takes-trail-running-to-extreme-on-mont-blan
Áhugaverður kauði:
http://www.summitsofmylife.com/en/sinopsis-en
Var að gefa út fyrstu myndina í „Summits of my Life“ seríunni, sem á að covera þessu næstu ár hans. Kostar €6,95 að downloada henni og er um að gera að styrkja guttann.
http://www.summitsofmylife.com/en/trailers-en
Kannski hægt að koma þessu inn á Banff hérna heima í vor…