Við norðanmenn vorum að starta vetrarstarfinu í klifurveggnum á Akureyri.
Fyrir þá sem ekki vita þá er helvíti fínn klifurveggur í Hjalteyrargötu 12 þar sem björgunarsveitin Súlur er með aðstöðu. Núna erum við með um 43 leiðir í veggnum og þeim fjölgar stöðugt. Við höfum eiginglega bara bætt við leiðum og tekið niður mjög fáar þar sem við eigum enn pláss og grip í nýjar leiðir.
Við verðum með opið fyrir almenning þrjú kvöld í viku, mán, þri og fimmtudagskvöld kl. 20:00. Það kostar 500kr. fyrir skiftið eða 3000kr. fyrir 10 tíma kort.
Það er upplýsingasíða á facebook undir nafninu Súlur klifur http://www.facebook.com/groups/111372905561922/
Annars veita Jón Heiðar 8922147 og Finni 8967606 upplýsingar