Fór með Snæbirni í Ýring 24 mars. Áttum fáránlega góðan fyrripart,sól blíða og fínasti ís. Reyndum við síðasta haftið sem var þurrt og bratt en það fór ekki betur en svo að Snæbjörn datt í aðra skrúfu sem var frekar tæp og poppaði út, féll hann því til jarðar. Eitthvað hefur efri skrúfan tekið af þessu 12m falli því kappinn stóð upp með kúlu á höfði og brotna hendi. Náðum að ganga útúr leiðinni og sigum honum niður grýtta brekkuna og að bílnum.
Við erum ferlega sátt með að þetta fór ekki verr og biðjum fólk að fara varlega í vorblíðunni.