Jónsgil

Leið merkt sem 35

AD+, 300m. FF: Jón Geirsson 1983.

Samfelld og erfið snjó og ísleið. Fyrsta leiðin í norðurhlíð Heiðarhorns. Auðrötuð, en með tveimur lykilhöftum. 5-8 spannir með auðveldara klifri á milli í neðri hluta. Lítið af hvíldarsyllum. Megintryggingar í snjó og ís.
Neðst í gilinu er auðvelt íshaft. Yfir það og upp gilið að 8-10m háum ísfossi (fyrri lykilkafli). Eftir íshaft þar fyrir ofan, er haldið beint upp gilið sem inniheldur nokkur íshöft. Ofarlega er sveigt til vinstri upp á háhluta eystra rifsins. Vinstra megin í því er gróf. Upp hana að háveggnum. Hann er um 40m hár, brattur og er oft með erfiða hengju (seinni lykilkafli.)

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Heiðarhorn
Tegund Alpine
Merkingar

6 related routes

Axlarbragð

IV. gráða

Leiðin liggur upp áberandi línu um 200m vestan við Jónsgil, sem skiptist á snjó og ís. Hún hliðrast um línulengd til austurs (vinstri) fyrir síðustu tvær spannirnar og endar rétt austan við toppinn (Eitthvað reynist erfitt að staðsetja leiðina út frá lýsingum, og því óskast nákvæm staðsetning).

FF. Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 1992

Jónsgil beint af augum

IV. gráða

Jónsgili fylgt upp, en í stað þess að hliðra út til vinstri, er klifrað upp gilið og beint upp klettahaftið efst (leið 35a).

FF. Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 1992

Drullupumpan

IV+. gráða

Beint afbrigði af Meinhorninu (36) (ekki víst hvort fyrri eða seinni hluta meinhornsins er fylgt, nákvæm staðsetning óskast).

FF. Snævarr Guðmundsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, september 1987.

Vængjasláttur í þakrennunni

IV. gráða

Leiðin liggur upp vestari rásina í norðurveggnum (leið 36a), og kemur upp nokkra metra frá vörðunni á hæsta tindi.

FF. Kristinn Rúnarsson, Þorsteinn Guðjónsson og Snævarr Guðmundsson, mars 1988

Meinhornið

Leið merkt sem 36

AD+ 300M. FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson 1985

Krefjandi klettaklifurleið með mjög misjöfnu bergi. Átta spannir. Löng og alvarleg leið, en með góðum megintryggingum. Haldið er upp hægra megin á vestara rifinu, fyrst tvær spannir. Þá er komið undir hæsta klettabeltið. Þar er farið til vinstri yfir gilið með varkárni, en þó hratt vegna hættu á grjóthruni. Á eystra rifinu er farið fyrst upp greinilega gróf á miðju rifinu. Þaðan er rifinu fylgt að háveggnum og síðan upp hann – 3 spannir af III. og IV. gráðu lausu bergi.

 

Jónsgil

Leið merkt sem 35

AD+, 300m. FF: Jón Geirsson 1983.

Samfelld og erfið snjó og ísleið. Fyrsta leiðin í norðurhlíð Heiðarhorns. Auðrötuð, en með tveimur lykilhöftum. 5-8 spannir með auðveldara klifri á milli í neðri hluta. Lítið af hvíldarsyllum. Megintryggingar í snjó og ís.
Neðst í gilinu er auðvelt íshaft. Yfir það og upp gilið að 8-10m háum ísfossi (fyrri lykilkafli). Eftir íshaft þar fyrir ofan, er haldið beint upp gilið sem inniheldur nokkur íshöft. Ofarlega er sveigt til vinstri upp á háhluta eystra rifsins. Vinstra megin í því er gróf. Upp hana að háveggnum. Hann er um 40m hár, brattur og er oft með erfiða hengju (seinni lykilkafli.)

 

Skildu eftir svar